Náttúru- og umhverfisfræði

Þriggja ára BS - nám, 180 ECTS einingar, staðarnám og fjarnám

Námið veitir nemendum grunnþekkingu á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum. Áhersla er lögð á breiða, þverfaglega og vistfræðilega nálgun og að nemendur þekki til helstu þátta innan vistkerfa og vistfræðilegra ferla. Þá er fjallað sérstaklega um samspil manns og náttúru og sjálfbæra nýtingu náttúrunnar.

Námið hentar sérlega vel þeim sem hafa breiðan áhuga á náttúrufræði, en vilja ekki strax sérhæfa sig í einni grein innan hennar.

Áherslur í námi:

...

Að loknu námi:

Nám í náttúru- og umhverfisfræðum er góð undirstaða undir allt framhaldsnám í náttúruvísindum. Það hentar vel fyrir margvísleg störf sem krefjast sérþekkingar á íslenskri náttúru, s.s. umsjón, stjórn og skipulag umhverfismála og landnýtingar, eftirlit og umsjón með náttúruverndarsvæðum og mat á umhverfisáhrifum. Einnig er námið kjörið fyrir þá sem hyggjast afla sér kennsluréttinda í náttúrufræðum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Brautarstjóri er Ragnhildur Helga Jónsdóttir

Kynningarmyndband fyrir náttúru- og umhverfisfræðibraut LbhÍ
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is