Ný fræðigrein um rannsóknir í borgarformfræðum

Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, dósent og deildarforseti skipulags- og hönnunardeildar við Landbúnaðarháskóla Íslands, birti nýverið fræðigrein í tímaritinu International Journal of Architecture & Planning (ICONARP). Greinin veitir yfirgripsmikla úttekt á rannsóknum á borgarformi.

Borgarformfræði er vaxandi svið þverfaglegra rannsókna meðal fræðimanna í skipulagsfræði, arkitektúr og landafræði, sem fjallar um að greina form forna borga jafnt sem flókið borgarlandslag nútímaborga. Í þessari grein er fjallað um þróun fræðigreinarinnar útfrá hugmyndafræði og rýnt er í ólíka aðferðafræði í rannsóknum á formi þéttbýlis. Velt er upp spurningunni hvað sé líkt og hvað ólíkt með mismunandi borgarformfræðilegum rannsóknaraðferðum.

Athyglisvert er að rætur þéttbýlisformfræði má rekja til mismunandi fræðigreina í mismunandi löndum. Nánar er rýnt í kenningar sem þróaðar eru af Gianfranco Caniggia og MRG Conzen. Verk þeirra hafa verið innblástur fyrir marga iðkendur og vísindamenn, þar á meðal Whitehand, Maffei og Moudon. Að lokum er sett fram skýringarmynd, sem endurspeglar aukna virkni rannsókna í borgarformfræði í nokkrum greinum samtímis og sýnir tengsl rannsóknarhefða og höfunda.

Eftir því sem myndun og þróun borgarlandslagsins verður fjölbreyttari og flóknari er nauðsynlegt að endurskoða og nota saman þau hugtök og aðferðir sem Caniggia og Conzen hafa sett fram til að greina breytinga á landslagi í þéttbýli.

Nálgast má greinina í opnum aðgangi hér [http://iconarp.selcuk.edu.tr/iconarp/article/view/380]

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is