Nýnemar - gagnlegar upplýsingar

Velkomin til náms við Landbúnaðarháskóla Íslands!  

LbhÍ er lítill skóli með mikla sérstöðu. Skólinn býður hvort tveggja upp á nám á framhaldsskólastigi og á háskólastigi. Aðalstarfsstöð LbhÍ er á Hvanneyri en starfsstöðvar eru einnig á Reykjum í Ölfusi og á Keldnaholti í Reykjavík. Nemendur hafa gott aðgengi að kennurum og leitast starfsfólk skólans eftir því að skapa nemendum sínum góða vinnuaðstöðu á starfsstöðum skólans. Hér fyrir neðan er að finna helstu upplýsingar til nýnema. Allar frekari upplýsingar er að fá hjá kennsluskrifstofu LbhÍ í síma 433-5000 eða á netfanginu kennsluskrifstofa@lbhi.is.

Innritunargjöld LbhÍ eru 75.000 kr fyrir grunnnám háskólabrauta og 35.000 kr fyrir nám á framhaldsskólastigi. Innritunargjöld eru óafturkræf. Á hverju hausti eru haldnir nýnemadagar sem allir nýnemar ættu að taka þátt í. Kennsla fer fram á stuttönnum, þ.e. kennt er í sjö vikur og þá hefst prófatíð yfir tveggja vikna tímabil. Einstök námskeið í háskóladeild standa yfir tvær stuttannir.

Gott að vita – hvert ber að snúa sér

 • Vottorð, hvor tveggja skil á vottorði sem og beiðni um vottorð – kennsluskrifstofa
 • Úrsögn úr áfanga (í síðasta lagi sjö dögum fyrir próf) – kennsluskrifstofa
 • Úrsögn úr skóla – kennsluskrifstofa
 • Vandamál tengd Uglu, notendanafn glatað, leiðrétting á skráning – kennsluskrifstofa
 • Nemendagarðar, útleiga, skil og önnur aðstoð – kennsluskrifstofa (alfheidursverris@lbhi.is)
 • Gisting fyrir fjarnema – móttaka í Ásgarði
 • Staðfesting á skólavist  - móttaka í Ásgarði
 • Námsmat – Kennsluskrifstofa
 • Próftafla, próf og sjúkra- og endurtökupróf – kennsluskrifstofa
 • Spurningar um einstök námskeið, s.s. skyldumæting, námsferðir, verklegir tíma og annað innra starf – kennari í viðkomandi námskeiði
 • Hesthús og/eða hesthúsapláss – Edda Þorvaldsdóttir (edda@lbhi.is)
 • Kvittanir fyrir greiðslu – móttaka í Ásgarði / gjaldkeri
 • Tímapöntun hjá náms- og starfsráðgjafa – námsráðgjafi
 • Skiptinám og alþjóðamál – alþjóðafulltrúi (christian@lbhi.is)
 • Bókasafn er starfrækt á Hvanneyri, Keldnaholti og á Reykjum, hægt er að fá lánaðar bækur á milli safna – bokasafn@lbhi.is / sigruninga@lbhi.is
 • Aðstoð vegna tölvu- og tæknimála – tölvuþjónsta (hjalp@lbhi.is)
 • Prent- og ljósritunarinneign – móttaka í Ásgarði

Ugla

Handbók nemenda er að finna á Uglu. Starfsáætlun skólans er einnig að finna á Uglu.

Líkamsrækt á Hvanneyri

Líkamsræktarstöð er í kjallara Ásgarðs. Kort í líkamsræktina fást hjá gjaldkera Nemendafélagsins: studentarad@lbhi.is. Nánari upplýsingar um líkamsræktina hjá nemendafélaginu.

Mötuneyti

Mötuneyti er í Ásgarði. Þar er hægt að kaupa léttan morgunverð, kaffi og hádegisverð. Matarmiðar eru seldir á staðnum. Hægt er að hafa samband við Óla Pál, matreiðslumann, í síma 865-1262, eða á netfangið olipallkokkur@lbhi.is.
Mötuneyti er á Reykjum. Matarmiðar eru seldir á skrifstofu skólans.

Kennslubækur

Kennslubækur á garðyrkjubrautum eru seldar á Reykjum. Kennslubækur í búfræði eru seldar í bóksölunni í Rannsóknahúsinu á Hvanneyri. Erlendar bækur sem eru kenndar á námskeiðum í háskóladeildum eru seldar í Bóksölu stúdenta í Reykjavík.

Jöfnunarstyrkir

Þeir nemendur á framhaldsskólastigi, sem fá ekki lán hjá LÍN, geta sótt um styrk til jöfnunar námskostnaðar. Umsóknina á að senda til LÍN. Allar upplýsingar er að finna á www.lin.is en sækja skal um fyrir 15. október ár hvert.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is