Ráðstefna um sjálfbæra skógrækt og skógarumhirðu

Landbúnaðarháskóli Íslands, Skógræktin og Háskólinn á Akureyri standa fyrir ráðstefnu um sjálfbæra skógrækt og skógarumhirðu dagana 5-7 október, milli 10:00 og 13:00 hvern dag. Ráðstefnan verður bæði haldin á Hótel Hallormsstað og á netinu í fjarfundi, og er haldin í tengslum við lokafund norræna CAR-ES rannsóknarsamstarfsins sem fram fer sömu daga.

Á ráðstefnunni verður fjallað um ýmis málefni sem snerta skógrækt og skógarumhirðu í tengslum við kolefnisbindingu, virka líffjölbreytni, vatns- og jarðvegsvernd. Þátttaka í ráðstefnunni er öllum heimil. Allir fyrirlestrar verða fluttir á ensku. Tengla á rafrænu ráðstefnuna má finna á enskri síðu ráðstefnunnar en þeir sem vilja mæta á staðinn á Hótel Hallormsstað eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst til Brynhildar Bjarnadóttur, brynhildurb@unak.is. Kostnaður fyrir þá sem mæta á staðinn er 3000 krónur á dag og er hádegisverður innifalinn. 

CAR-ES er opið samstarfsnet á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar þar tengir saman skógvísindafólk frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum í því augnamiði að safna saman vísindalegri þekkingu um áhrif skógnýtingar á vistkerfisþjónustu skóga. Sú þekking er mikilvæg til stefnumótunar og ákvarðana í bæði opinberri stjórnsýslu sem varðar málefni skóga og hjá fyrirtækjum sem nýta náttúruauðlindir skóga. Samstarfinu er einnig ætlað að örva rannsóknasamskipti og miðlun upplýsinga innan Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á þessu málefnasviði. Þriðju og síðustu starfsáætlun CAR-ES samstarfsins lauk um síðustu áramót og fundurinn sem ráðstefnan á Hallormsstað er haldin í tengslum við er lokafundur norræna samstarfsins.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér. Nýjustu útgáfu má nálgast á heimasíðu Skógræktarinnar hér.

---

Sustainable Forest Management Research in the Nordic/Baltic Region

A mini-conference will be held in Iceland 5-7 October 2021 in conjunction with the Final Meeting of the Nordic/Baltic CAR-ES network. Various topics of forest management will be discussed in the context of carbon sequestration, functional biodiversity, water quality and soil quality.

On-line and in situ in Iceland 5-7 October 2021 Conference venue: Hótel Hallormsstaður in East-Iceland, situated in the heart of Hallormsstaður National Forest, managed by the Icelandic Forest Service.

Further info can be found here

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is