Ráðstefna um trjáklifur á Íslandi

Ráðstefna um trjáklifur á Íslandi var haldin á starfsstöð okkar að Reykjum í Ölfusi þar sem boðið var uppá fræðslu og umræður um trjáklifur sem nýja atvinnugrein á Íslandi og þörfina á því að þjálfa og mennta fólk til að vinna við slíkt hér á landi. Ráðstefnan var styrkt af Erasmus+ og kynnt var Innihald nýrrar námskrár fyrir Trjáfræðinga (Arborist) en skólinn stefnir á að hefja kennslu á því sviði árið 2020. Sýnikennsla í trjáklifri var í lok dags þar sem sýndar voru nokkrar algengar aðferðir við klifur.

Boðið var upp á marga áhugaverða fyrirlestra og fræðslu tengda atvinnugreininni. Framsögumenn voru Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og brautarstjóra starfsmenntanáms LbhÍ, Halldór Sverrisson sérfræðingur hjá skógræktinni og Kári Aðalsteinsson garðyrkjustjóri fjölluðu um nám í faginu. Hannes Snorrason hjá vinnueftirlitinu fór yfir öryggismál og eftirlit. Ágústa Erlingsdóttir brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar LbhÍ, kynnti Safe Climbing verkefnið sem LbhÍ hefur stýrt og verið styrkt af Erasmus+. Einnig fjallaði hún um nýja námsskrá í trjáfræði við skólann. Orri Freyr Finnbogason, Benedikt Örvar Smárason og Bjarki Sigurðsson sem tóku þátt í Safe Climbing verkefninu voru með sýnikennslu í trjáklifri. 

nánari upplýsingar um Safe Climbing verkefnið má finna hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is