Rannsakar ræktun skordýra til manneldis eða fóðurframleiðslu

Rúna Þrastardóttir hefur starfað í sumar hjá Landbúnaðarháskólanum að rannsóknum á skordýrum og fyrst og fremst um það hvort hægt sé að rækta mjölorma og/eða hermannaflugur til manneldis eða fóður á Íslandi. Rúna hefur verið undanfarin 6 ár í Noregi og lært dýralækningar í Norges Miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU). Fyrst í Osló og undir lok námstímabilsins í Ási. Rúna er menntuð sem dýralæknir með gæludýr sem sérgrein.

„Það sem hefur komið mér helst á óvart er þegar ég var að leita að fyrirtækjum í Evrópu sem að rækta skordýr hversu mörg þau í rauninni eru en ég hef fundið 27 slík fyrirtæki bara í Evrópu. Ég hef verið að skoða hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar og hvernig er hægt að heimfæra það yfir á Ísland.“

Rúna er aðalega að skoða hvort það sé möguleiki á að rækta þessi skordýr á Íslandi og þá hvað þau borða og hversu mikið. Hún hefur verið að gefa mjölormunum hrat sem fellur til við bjórframleiðslu ásamt gulrótum og kartöflum. Hermannaflugurnar fá síðan grænmetis og ávaxta afganga úr eldhúsinu. Þar sem skordýrin eru svo fá ennþá er hratið geymt í frysti þar til þau þurfa meira ásamt því að gerja blandaða afganga í glerkrukku að viðbættu súrdeigi við sem virðist ganga vel. Rúna er aðalega að vikta og fóðra skordýrin og fylgjast með hvort það komi upp púpur eða bjöllur/flugur ásamt því að lesa sér til og skrifa grein um ræktun mjölorma og hermannaflugna í Evrópu.

Núna eru komnar flugur sem eru frekar stórar, yfir 1 cm í lengd sem gaman er að fylgjast með. Einnig er Rúna komin með nokkrar bjöllur sem virðast vera hrifnar af kartöflunni sem þær eru fóðraðar með. Fóðrið sem ég hef verið að gefa þeim virðist virka vel og þá virkar þurrkað hrat sem er búið að mylja niður betur en hrat sem er gefið beint. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu rannsóknar Rúnu og niðurstöður að henni lokinni.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is