Ríkidæmi náttúrulegra stranda og tækifæri til aukinnar lýðheilsu

Landbúnarðarháskóli Íslands (LbhÍ) og Akraneskaupstaður fengu á dögunum þriggja mánaða styrk úr Nýsköpunarsjóði Námsmanna til verkefnisins Ríkidæmi náttúrulegra stranda og tækifæri til aukinnar lýðheilsu e. The riches of natural beaches and an opportunity to increase public health.  Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á mismunandi fjörugerðir, tengsl þeirra við lýðheilsu og náttúruskynjun. Það mun hafa hagnýtt gildi í að styðja við jákvæðar ákvarðanir umhverfisstefnu Akranesbæjar sem nú er í vinnslu. Margrét Helga Guðmundsdóttir BS nemi í landslagsarkitektúr mun vinna verkefnið sem leiðbeint er af Helenu Guttormsdóttur lektor í landslagsarkitektúr við LbhÍ og Sindra Birgissyni umhverfisstjóra Akraneskaupstaðar.

Verkefninu er ætlað að draga saman upplýsingar um fjörunar setja fram hugmynd að upplýsingahönnun og byggja þannig grunn til heildstæðs stígakerfis um ólíkar fjörugerðir á Akranesi. 

„Góð útivistarsvæði og snerting við náttúruna, eru talin lykilatriði þegar kemur að heilsu og vellíðan. Hugmyndin um að viðvera við sjávarsíðuna sé heilsubætandi, er ekki ný af nálinni. Hippocrates lýsti læknandi áhrifum af sjávar- eða saltvatni og fjölmargar rannsóknir sýna jákvæð áhrif nálægð sjávar á fólk svo sem lækkun á blóðþrýsting. Fáar náttúrulega strendur eru á stórhöfuðborgarsvæðinu þar sem landfyllingar eru mjög víða. Akranes er einstaklega ríkt af mismunandi fjörugerðum sem almenningur er tiltölulega ómeðvitaður um. Þó hefur tilkoma Guðlaugar og bláfánaviðurkenning fyrir Langasand verið hvetjandi til aukinna tækifæra“  segir Helena Guttormsdóttir um innblásturinn að verkefninu.

Ungt,- fólk, sjálfbær ferðamennska og málefni hafsins í brennidepli

Norræna ráðherranefndin undir forustu Íslands leggur áherslu á þessa þætti; ungt fólk, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins. Hækkun sjávar, líffræðilegur fjölbreytileiki, heilbrigði strandsvæða og möguleiki almennings að aðgengi eru gríðarlega mikilvæg málefni í samtímanum. Íslenskar fjörur eru flokkaðar í 24 misjafnlega víðtækar vistgerðir þar sem segja má að fjaran sjálf sé fyrsta stig flokkunarinnar. Á Akranesi hefur tilkoma baðsvæðisins Guðlaugar og Bláfánaviðurkenning fyrir Langasand síðastliðin sjö ár hefur gjörbreytt hegðun og viðhorfi fólks til aukinna tækifæra strandarinnar sem upplifunar, andlegrar endurheimtar og lýðheilsusvæðis. En í dag er vitundinn að mestu tengd sandfjörunni því er verkefninu ætlað að lyfta þessum gæðum, gera þau sýnileg almenningi og auka meðvitund um líffræðilegan fjölbreytileika sem mikilum lífsgæðum, fyrir alla. 

Hvert er nýsköpunargildi verkefnisins

Nýsköpunargildi verkefnis felst í því að varpa ljósi á einstaka sérstöðu fjörugerða sem hingað til hefur lítill gaumur verið gefin, nema hjá sérfræðingum og fagfólki. Með því er náttúrulegum gæðum gefið vægi, þau tengd við lýðheilsu og niðurstöður rannsókna á því sviði. Tengdar verða saman þverfaglegar upplýsingar og þær settar fram á nýjan og myndrænan hátt. Þá er hægt að sýna fram á möguleika aukinnar upplifunar með auknu aðgengi að ólíkum fjörugerðum. Almenningur á þá möguleika á að auka meðvitund sína um fjöruna. Fjara er ekki bara fjara eða sólbaðsstaður heldur einstakt tækifæri til að uppgötva náttúruna samhliða andlegri og líkamlegri endurheimt. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is