Skógur og náttúra

Þriggja ára nám á starfsmenntasviði, staðarnám og fjarnám.
Kennt á Reykjum í Ölfusi.

Námið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna reynslutíma við alhliða skógræktar- eða garðyrkjustörf auk hluta af verknámi áður en þeir hefja bóknám.

Áherslur í námi:

Kenndar grunngreinar náttúrufræði, svo sem jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði. Einnig er fjallað ítarlega um skógrækt, nýtingu skógarafurða, skjólbelti, útivistarsvæði og friðlönd.

Uppbygging námsins

Nám á brautinni skiptist í bóklegt nám, 4 annir við Starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum Ölfusi og verklegt nám í alls 72 vikur á verknámsstað undir handleiðslu fagmanna. Af 72 vikna verknámi eru 60 vikur dagbókarskyldar og er dagbók metin til einkunnar. Alls er námið 136 einingar, 76 einingar bóklegt og 60 verknám.
 

Að loknu námi:

Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er skóg- og trjárækt og verkstjórn á þeim sviðum. Jafnframt vinna þeir við margvísleg störf sem tengist uppgræðslu, landbótum, náttúruvernd, útivistar- og ferðaþjónustusvæðum, grænum svæðum í þéttbýli, ofl.

Brautarstjóri er Björgvin Örn Eggertsson

Dagbókarform

Skógar- og náttúrubraut á Facebook

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is