Staðnám hefst eftir páska

Staðnám verður aftur leyft á öllum skólastigum eftir páskafrí með vissum takmörkunum. Grunn-, framhalds- og háskólum var lokað síðasta fimmtudag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi eftir fjölgun kórónuveirusmita. 

Afléttingin núna byggir á tillögum sóttvarnalæknis sem lagði til að skólar yrðu opnaðir með samskonar takmörkunum og voru í gildi síðasta haust. Reglugerð þess efnis var birt í dag og er gert skil á vef Stjórnarráðsins. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl og var unnin í samstarfi heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra. 

Framhaldsskólar

  • Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30.
  • Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella.
  • Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma.
  • Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Háskólar

  • Hámarksfjöldi í kennslustofu og lesrýmum er 50.
  • Halda skal 2 metra nálægðartakmörkunum milli allra en nota grímu ella.
  • Blöndun nemenda ekki heimil. Starfsmenn mega fara milli rýma.
  • Engir viðburðir eru heimilir í skólabyggingum.

Nemendur fá nánari upplýsingar um einstök námskeið í vefpósti, á Uglu eða á Canvas.

Sjá tilkynningu á vef Vísis.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is