Sumarnám

Stjórnvöld styðja við sumarnám menntastofnanna til að sporna gegn atvinnuleysi og efla menntun meðal ungs fólks. Landbúnaðarháskóli Íslands mun bjóða uppá námskeiðspakka í sumar og eru þar skyldufög á einhverjum brautum BS náms sem hægt að nýta sem valfög í öllu grunnnámi og einhverjum tilfellum til framhaldsnáms einnig. Að auki verður valkúrs í boði á starfsmenntanámsstigi. Nemendur sem eru þegar innritaðir í nám á vorönn 2020 greiða ekki skráningargjald vegna sumarnámskeiða. Námskeiðin okkar standa öllum nemendum hinna opinberu háskólanna til boða í gegnum gestanámssamning skólanna án kostnaðar. Námskeiðin eru einnig í boði fyrir áhugasaman almenning í gegnum Endurmenntun LbhÍ. Kennslutímabilið er frá 25. maí til 10. júlí 2020. Lágmarksþátttaka í hvert námskeið er 12 manns.

 

Námskeið í boði:

  • Jarðfræði Íslands - 4 ECTS 
  • Náttúruvernd - 4 ECTS
  • Sjálfbær þróun - 4 ECTS
  • Mengun - uppsprettur og áhrif - 6 ECTS 
  • Sustainable agriculture: The intersection of Agroecology and Sustainable Rural Development - 2 ECTS 
  • Farsæll matarfrumkvöðull - 2 ECTS / 2 fein (nýr valkúrs, bæði á háskólastigi og starfsmenntanámsstigi) 
  • Umhverfismat áætlana og undirbúningur umhverfisskýrslu - 2 ECTS
  • Ný úrræði í meðhöndlun á lífrænum úrgangi - 2 ECTS (nýr valkúrs) 

Einnig verður boðið upp á grunnnámskeið í efnafræði og bókhaldi síðsumars. Þau námskeið eru hugsuð sem undirbúningsnámskeið fyrir nýnema næsta hausts og eru því ekki einingarbær inn á feril hjá LbhÍ en gætu ef til vill gagnast einhverjum sem þarf á frekari undirbúningi á þessum sviðum.

Umsóknarfrestur er til og með 21.maí. Skráning og upplýsingar hjá kennsluskrifstofa@lbhi.is og í síma 433 5000

Hér má finna skjal með nánari lýsingum á námskeiðunum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is