Umsjónarmaður hestamiðstöðvar skólans

Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir eftir umsjónarmanni Hestamiðstöðvarinnar að Mið-Fossum frá og með 1. september nk.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umhirða hesta
 • Gerð og eftirfylgni með leigusamningum
 • Samskipti við nemendur, kennara og aðra hagaðila
 • Viðhald og umsjón með húsnæði og lausafjármunum
 • Aðkoma að kennslu kemur til greina
 • Aðkoma að alþjóðlegu samstarfi kemur til greina
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Veruleg reynsla í hestahaldi og hestatengdum rekstri
 • Menntun og/eða reynsla í tamningum og þjálfun hrossa æskileg
 • Reynsla af almennum bústörfum
 • Vinnuvélaréttindi
 • Þjónustulund, frumkvæði, fagleg nálgun og góð samskiptahæfni

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 2021

Nánari upplýsingar veita Theodóra Ragnarsdóttir rekstrarstjóri theodora@lbhi.is og Guðmunda Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri gudmunda@lbhi.is.

Smellið hér til að sækja um starfið

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is