Út er komið Rit LbhÍ nr. 129: Raufarfell undir Eyjafjöllum

Nýlega kom út hjá Landbúnaðarháskóla Íslands rit nr. 129 sem ber heitið Raufarfell undir Eyjafjöllum. Höfundur þess er Guðni Þorvaldsson prófessor. Í ritinu er ítarleg lýsing á húsakosti staðarins eins og hann var árið 1940. Á þessum tíma var fjórbýli á Raufarfelli og húsin 58 talsins, flest torfhús. Einnig er því lýst hvernig gömlu torfhúsin viku fyrir nýjum byggingum. Þá er sagt frá fólkinu sem þarna bjó, mannlífi, skólahaldi, búfé, ræktun, innleiðingu nýrrar tækni, örnefnum o.fl. Mikið er af myndum í ritinu.

Hér má nálgast ritið í heild sinni (pdf)

RItröð LbhÍ er að finna hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is