Húsreglur fyrir Nemendagarðana á Hvanneyri1. Íbúum er skylt að ganga þrifalega um íbúðir og lóðir Nemendagarðanna og sýna sjálfsagða hirðusemi. Óheimilt er að geyma númerslausa bíla, dekk og annað þess háttar fyrir utan húsin. Dót við innganga að íbúðum skyldi halda í lágmarki. Óheimilt er að negla í veggi íbúða.

2. Leigjendur skulu hafa hugfast að valda öðrum íbúum hússins sem minnstu ónæði og óþægindum. Milli kl. 24:00 og 07:00 skal ríkja kyrrð í húsnæðinu. Leitað skal eftir samþykki næstu nágranna ef um sérstakar uppákomur er að ræða s.s. partý og veislur sem raskað geta ró þeirra eftir kl. 24:00.

3. Dýrahald er bannað í húsnæði og lóð Nemendagarðanna, og er þá átt við hunda, ketti, kanínur, og önnur þau dýr er geta valdið ofnæmi, skemmdum á húsnæði og/eða ónæði. Verði vanefndir á þessu er stjórn Nemendagarða heimilt að nýta ákvæði 6.gr. í úthlutunarreglum þessum, varðandi riftun samnings.

4. Í útifatageymslu skal gæta fyllsta hreinlætis. Þar er leyfilegt að geyma reiðhjól og barnavagna.

5. Allar sameignir húsnæði Nemendagarðanna eru þrifnar af aðila sem ráðinn er til starfsins, að undanskyldum sameignum í Árgarði og Hlégarði.

6. Íbúum er skylt að gera húsverði strax viðvart ef um bilanir eða skemmdir verða á húsnæði eða búnaði þess, í tölvupósti á netfangið petur@lbhi.is eða í síma 843-5341.

7. Við brottflutning úr húsnæði skal íbúðinni, geymslu, útifataskáp og öðru því sem leigjanda tilheyrir skilað vel þrifnu, samkvæmt þrifalýsingu. Við lyklaskil er húsnæðið tekið út, að leigjanda viðstöddum (óski hann þess, að því tilskyldu að úttekt fari fram á vinnutíma húsvarðar).  Ábyrgartrygging/tryggingagjald leigjandans er einungis felld niður/endurgreitt til fulls sé ljóst að vel hafi verið staðið að þrifum og að íbúðin ásamt sameignum sé í viðunandi ástandi. Ef upp kemur misbrestur á þessum atriðum mun allur tilfallandi kostnaður við úrbætur á þeim dreginn af ábyrgðartryggingunni/tryggingargjaldinu.