Starfs- og endurmenntunardeildStarfs- og endurmenntunardeild er sjálfstæð deild innan Landbúnaðarháskóla Íslands sem annast starfs- og endumenntun á fagsviðum stofnunarinnar. Stjórn deildarinnar er á vegum forstöðumanns en undir hann heyra námsbrautastjórar, sem bera ábyrgð á faglegri umsjón námsbrauta og endurmenntunarstjóri, sem annast daglegan rekstur endurmenntunarnámskeiða.

Undir Starfs- og endurmenntadeild heyra fimm námsbrautir. Kennsla á búfræðibraut fer fram á Hvanneyri í Borgarfirði (Bændaskólinn) en  garðyrkjugreinar eru kenndar á Reykjum í Ölfusi (Garðyrkjuskólinn). Þær eru: Blómaskreytingar, Garðyrkjuframleiðsla, Skógur / umhverfi og Skrúðgarðyrkja.

Endur- og símenntun
Endur- og símenntun er mikilvægur þáttur í starfsemi skólans. Hún byggist á námskeiðahaldi um land allt fyrir fag- og áhugafólk í garðyrkju, skógrækt og landgræðslu auk hefðbundinna búfræðigreina, skipulags- og umhverfisfræða. Nokkur námskeið eru haldin í samvinnu við Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins. Einnig eru haldin námskeið í samvinnu við önnur fagfélög, ekki síst búnaðarsamböndin í landinu.

Athugið. Næst verður tekið inn í Garðyrkjuskólann haustið 2014


Guðríður Helgadóttir
forstöðumaður
s. 433 5000
gurry@lbhi.is