Þriggja herbergja íbúðir


Hvanneyrargata 6 og 8, Túngata 22
Um er að ræða þrjár 81 fermetra, þriggja herbergja íbúðir - hver í sínu raðhúsinu.  Flísalögð forstofa en dúkur á öðrum gólfum. Stofa og annað svefnherbergið eru rúmgóð og áþekk að stærð þannig að einstaklingar geta leigt slíka íbúð saman. Hitt herbergið er hefðbundið barnaherbergi. Baðkar. Pláss fyrir uppþvottavél í eldhúsi. Bakinngangur í gegnum þvottahús. Geymslusvæði á háalofti. Rennur fyrir vegghengda hluti. Netsamband er innifalið í leiguupphæð íbúðanna.
Til baka á forsíðu Nemendagarða
 
Skólaflöt 4, 8, 12 og 7
Um er að ræða 14 þriggja herbergja íbúðir í fjölbýlishúsum við Skólaflöt: 
- fjórar íbúðir 56,2 m2 (Skólaflöt 4) 
- tvær íbúðir 60,7 m2 (Skólaflöt 8) 
- átta íbúðir 62,3 m2 (Skólaflöt 12 og 7) 
Íbúðirnar eru á fyrstu og annarri hæð. Sérinngangur. Hellulagður sólpallur við íbúðir á jarðhæð. Svalir við íbúðir á annarri hæð. Í íbúðunum eru tvö svefnherbergi með stórum fataskápum. Ísskápur fylgir. Dúkur á gólfi. Sturta á baðherbergi. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Íbúðunum í Skólaflöt 4 fylgir geymsla í risi, en geymslur eru inni í hinum íbúðunum. Rennur fyrir vegghengda hluti. Ljós fylgja. Gardínukappar en gardínur setur leigutaki sjálfur upp. Aðgengi að hjólageymslu og útifataskápum. Sameiginlegur garður. Sláttur og viðhald á ábyrgð leigusala. Leigusali sér um þrif á sameign. Hiti og netsamband er innifalið í leigu.
Til baka á forsíðu Nemendagarða
 
Skólaflöt 4 og 8 - Risíbúðir
Þrjár 60 fermetra, þriggja herbergja íbúðir. Tvær eru í Skólaflöt 8. Íbúðirnar eru að hluta til undir súð. Íbúðirnar eru allar á þriðju hæð. Sérinngangur með svölum. Tvö svefnherbergi. Ísskápur fylgir. Dúkur á gólfi. Sturta í baðherbergi. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Rennur fyrir vegghengda hluti. Öll ljós fylgja. Gardínukappar eru yfir öllum lóðréttum gluggum og fylgja gardínur íbúðunum. Aðgengi að hjólageymslu og útifataskápum. Sameiginlegur garður. 
Leigusali sér um þrif á sameign. Hiti og netsamband er innifalið í leigu.
Til baka á forsíðu Nemendagarða
 

 

Yfirlit yfir húsnæði á vegum Nemendagarða

Einstaklingsherbergi
Á vegum Nemendagarða eru 10 einstaklingsherbergi með sameiginlegu rými. Herbergin eru í Árgarði (Hvanneyrargata 2) og Hégarði (Hvanneyrargata 4).
Íbúðir við Skólaflöt
Í fjölbýlishúsum við Skólaflöt eru: 20 tveggja herbergja íbúðir og 20 þriggja herbergja íbúðir. Þrjár þriggja herbergja íbuðanna eru risíbúðir. Íhúsunum eru einnig 16 fjögurra herbergja íbúðir. Af þeim eru  4 risíbúðir.
Þriggja íbúða hús
Í Hvanneyrargötu 6 eru tvær tveggja herb.íbúðir og ein þriggja herbergja. Hið sama gildir um Hvanneyrargötu 8 og Túngötu 22. Þessi hús eru öll nákvæmlega eins.