Albína Hulda með fyrirlestur að Hnjóti

Albína Hulda Pálsdóttir, dýrabeinafornleifafræðingur hjá LbhÍ, mun næstkomandi laugardag, þann 4. ágúst kl 15:00 halda erindi á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti við Örlygshöfn.
 

Hvað geta dýrabein frá víkingaöld sagt okkur um sögu sauðkindarinnar? 
Hvað er dýrabeinafornleifafræði? 
Hvernig má þekkja í sundur bein kinda- og geita?
Hvaðan er íslenska sauðkindin eiginlega komin?

 

Einnig má koma með bein sem hafa fundist á víðavangi til greiningar.

 

Skemmtilegur viðburður fyrir alla fjölskylduna - sjá nánar á Facebook hér https://www.facebook.com/events/213500499334754/

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is