Fjarnám í Garðyrkjuskólanum


Blómaskreytingar

Hægt er að taka nám í blómaskreytingum í fjarnámi að hluta. Verklegir áfangar blómaskreytingabrautarinnar, svo sem blómaskreytingar, fríhendisteikning, auglýsingar og skiltagerð og uppröðun og útstillingar eru eingöngu í boði sem staðaráfangar en aðrir áfangar, þar sem meiri áhersla er á bóklegt nám eru í boði í fjarnámi.

Garðyrkjuframleiðsla
Hægt er að taka nám í garðyrkjuframleiðslu (garðplöntuframleiðslu og ylrækt) í fjarnámi að hluta. Verklegum áföngum brautarinnar, svo sem Áburðargjöf og sýnatöku, Garð- og skógarplöntuframleiðslu (að hluta), Ylræktun matjurta (að hluta), Hagnýtum ræktunarverkefnum, Lokaverkefni o.fl. er eingöngu hægt að ljúka í staðarnámi.

Skrúðgarðyrkja
Hægt er að taka nám á skrúðgarðyrkjubraut í fjarnámi að hluta. Verklegum áföngum og sérfögum brautarinnar svo sem skrúðgarðabyggingafræði II-IV, skrúðgarðateikning, trjáklippingum, aðalverkefni o.f.l. er eingöngu hægt að ljúka í staðarnámi. Flestum bóklegum áföngum er hinsvegar hægt að ljúka í fjarnámi.

Skógur og náttúra
Hægt er að taka nám á braut skógar og náttúru í fjarnámi að hluta. Verklegir áfangar brautarinnar, svo sem skógræktaráætlanir, viðarvinnsla, trjáfellingar og keðjusagir ofl. eru eingöngu í boði sem staðaráfangar en aðrir áfangar, þar sem meiri áhersla er á bóklegt nám eru í boði í fjarnámi. 

Sjá nánar hér: Starfsreglur starfsmenntanáms.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is