Framleiðnisjóður auglýsir námsstyrki fyrir MSc. og PhD. nema í landbúnaðarvísindum

Framleiðnisjóður landbúnaðarins er leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins og kallar nú eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2018  í eftirfarandi flokkum:

1.       Umsóknir um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á bújörðum á vegum bænda (B flokkur).  Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni og sem líkleg eru til að leiða af sér umtalsverða atvinnusköpun.
2.       Umsóknir um námsstyrki til nema í landbúnaðarvísindum (MSc. eða PhD). Forgangs njóta þeir umsækjendur sem sýna fram á í umsókn sinni að viðkomandi sé líklegur til að starfa að eflingu landbúnaðar í náinni framtíð. Í því samhengi er horft bæði til vals námslínu, sem og efnisvals lokaverkefna.

Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is/eydublod. Umsóknareyðublöð sjóðsins hafa nýlega verið uppfærð og ekki verður tekið við umsóknum á eldri eyðublöðum. Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknareyðublöðunum.

Umsóknafrestur er til 29. Janúar 2018 (póststimpill gildir). Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri. Sími 430-4300 / netfang fl@fl.is.

Styrkir þessir eru auglýstir með fyrirvara um fjárheimildir Alþingis til sjóðsins fyrir árið 2018.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is