Meistaravörn: Naomi D. Bos

Naomi D. Bos ver meistararitgerð sína í búvísindum við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ritgerðin nefnist „Flýtiþættir í norrænum bygglínum (Hordeum vulgare L.)” [Earliness factors in Nordic spring barley (Hordeum vulgare L.) - Detection of QTL for growth and development traits in a Golf x Tampar barley mapping population].

Meistaranámsnefndin er skipuð af dr. Sæmundi Sveinssyni, f.v. rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, dr. Morten Lillemo, Norges Miljø- og Biovitenskapelige Universitet, Noregi, og próf. Bjarna Diðrik Sigurðssyni, umsjónarmanni framhaldsnáms við Landbúnaðarháskólann. Prófdómari er próf. Snæbjörn Pálsson, stofnlíffræðingur við Háskóla Íslands.

Athöfnin fer fram í salnum Borg í Ásgarði aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Allir velkomnir!

Dagsetning: 
miðvikudagur 13. febrúar 2019
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is