Jaðarhafrar – Aðlögun hafra að norðlægum slóðum
OatFrontiers aims to introduce oat cultivation to Northern periphery area
Verkefnið Oat Frontiers, sem kalla mætti jaðarhafrar á íslensku, er alþjóðlegt verkefni styrkt af Interreg-NPA sjóðnum. Markmið verkefnisins er að efla hafrarækt á norðlægum slóðum (NS) sem eru skilgreind jaðarsvæði. Möguleikar hafra til þroska eru ekki full nýttir á þessum svæðum en til þess að svo verði þarf ráðist í eftirfarandi aðgerðir: prófun nýrra yrkja, þróun yrkja og leiðir fundnar til að nýta þau staðbundið. Við munum prófa yrki sem eru þegar til með því að skipuleggja tilraunir á nokkrum stöðum sem ná yfir breytileika vaxtarumhverfa innan NS. Við munum þróa aðferðir sem plöntukynbótafræðingar geta notað sem verkfæri til að þróa yrki sem munu gagnast fyrir NS í framtíðinni. Samtímis geta þessi verkfæri verið notuð til þess að takast á við öfgakendar aðstæður sem tengjast loftslagsbreytingum og til þess að auka gæði hafra. Til þessara verkfæra telst skilningur á eiginleikum, þar á meðal viðbragð við daglengd, þroska, sjúkdómsþol og strástyrk. Enn fremur er verkefni okkar að kynna nýjar arfgerðir í hafrakynbótaverkefni, sem geta nýst til að bæta bæði þessa eiginleika og mikilvæga gæðaeiginleika. Við stefnum einnig að efla samstarf fyrirtækja og stofnana sem bera ábyrgð á hafrakynbótum og -rannsóknum, og skipuleggja viðburði með bændum, frumkvöðlum og öðrum hagaðilum til að deila upplýsingun og ræktunaraðferðum, og til að mynda tengsl til að takast á við breytingar á staðbundinni kornræktun.
Viðburðir og miðlun
Árið 2024 mun verkefnið Jaðarhafrar skipuleggja átta spildudaga í fjórum mismunandi löndum. Hér á Íslandi verður spildudagur haldinn í bland við vinnustofu þann 8.10.2024.
Endilega látið okkur vita ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um viðburðina. Skráning hér.
Frekari upplýsingar um viðburðinn er hægt að finna á heimasíðu og samfélagsmiðlum okkar.
Hafra sérfræðingarnir
Eitt af markmiðum Interreg-NPA sjóðsins er að auka heildarfjölda frumkvöðla með alþjóðasamstarfi til að þróa lausnir fyrir nær samfélagið, sem eru oft dreifbýl svæði og hafa takmarkaða frumkvöðlagetu. Jaðarhafrar er samstarfsverkefni þriggja Norræna plöntukynbóta fyrirtækja sem hafa mikla þekkingu á kynbótum hafra til þroska, þriggja norður evrópskra rannsóknastofnana og fjögurra háskóla með kunnáttu á sviðinu háskóla við einstaka kunnáttu. Auk þessara tíu samstarfsaðila höfum við fjöldan allan af hagaðilum sem tengjast þessari vinnu. Meðal annars bændasamtök á svæðinu, skóla og ráðgjafa í Evrópu en líka í Norður Ameríku.
Þú getur lært meira um samstarfsaðila nálægt þér með því að fylgjast með fréttabréfum verkefnisins. Þú getur skráð þig fyrir fréttabréfum hér.
Á Íslandi er það Landbúnaðarháskóli Íslands sem tekur þátt í verkefninu sem er unnið við Jarðræktarmiðstöð LbhÍ. Tilraunir eru á Hvanneyri í Andakíl og í Gunnarsholti á Rangárvöllum þar sem tilraunirnar verða til sýnis.
Samstarfsaðilar
- Landbúnaðarháskóli Íslands
- Lund University
- Natural Resources Institute Finland (Luke) (lead)
- Norwegian University of Life Sciences
- Norwegian Institute of Bioeconomy Research (Nibio)
- Lantmännen
- Graminor AS
- Teagasc - Irish Agriculture and Food Development Authority
- University College Dublin