Skipulag & Hönnun

Landslagsarkitektúr

Image

BS nám - 180 ECTS einingar

Hvað er á milli húsanna?

Með sérhæfðri þekkingu sinni vinnur landslagsarkitekt að því
að bæta lýðheilsu og heilbrigði umhverfisins í samfélagi okkar. Landslagsarkitektúr er fjölbreytt og víðfeðmt nám sem sameinar hönnun og þekkingu á náttúru- og umhverfisfræðum.

Lögð er áhersla á vistvæna nálgun og sjálfbærni með tilliti til sérstöðu Íslands.

Námið veitir nemendum tækifæri til frekara náms í landslagsarkitektúr, skipulagsfræðum eða öðrum skyldum greinum.

Þeir nemendur sem fara í meistaranám í landslagsarkitektúr eiga möguleika að því framhaldsnámi loknu að fá réttindi sem landslagsarkitektar sem er lögverndað starfsheiti á Íslandi.

Image

Skipulag náms í landslagsarkitektúr

Image
Inngangur að landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum, garðsaga, formfræði, litafræði. Landslagsgreining, tölvustudd hönnun, landslags- byggingarfræði og vistfræði.

Námskeið ársins 2023-2024 (Fyrsta ár)
Haust Vor
    BYGGINGAFRÆÐI   4e 
    VINNULAG OG AÐFERÐIR Í HÁSKÓLANÁMI   4e 
    FORMFRÆÐI HÖNNUNAR I  2e 
    LARK I - INNGANGUR AÐ LANDSLAGSARKITEKTÚR OG SKIPULAGSFRÆÐI  10e 
    ALMENN JARÐFRÆÐI   6e 
    TÖLVUSTUDD HÖNNUN I   4e 
    GRASAFRÆÐI   4e 
    SAGA OG ÞRÓUN  4e 
    LARK II - GRÆN ALMENNINGSRÝMI   10e 
    VISTFRÆÐI I    4e 
    VISTFRÆÐI II    4e 
    FORMFRÆÐI HÖNNUNAR II   4e 

 

Útivistarsvæði, tré og runnar, jarðfræði, ljósmyndun, skissu- og hugmyndavinna. Einnig líkanagerð, skipulagsfræði og deiliskipulag.

Námskeið ársins 2024-2025 (Annað ár)
Haust Vor
    UMHVERFISSKISSUR OG ÁHRIF LITA  4e 
    PLÖNTUNOTKUN I - Tré og runnar    6e 
    LARK III - LANDSLAGSBYGGINGAFRÆÐI   10e 
    JARÐVEGSFRÆÐI   6e 
    HUGMYNDAVINNA OG RÝMISMYNDUN  4e 
    LANDUPPLÝSINGAKERFI I (Kortafræði)   6e 
    SKIPULAGSFRÆÐI   4e 
    LARK IV - LANDSLAGSGREINING, LANDSLAGSFRÆÐI   10e 
    UPPLÝSINGAHÖNNUN Framsetningarmöguleikar   2e 
    LANDUPPLÝSINGAKERFI II   6e 
    VEÐURFARSFRÆÐI (Lark)   2e 

Valnámskeið eru eingöngu fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámskeiðum 1. árs.

Mannvirki í landslagi, arkitektúr og skipulag. Umhverfi og lýðheilsa. Gerð BS-verkefnis.

Námskeið ársins 2025-2026 (Þriðja ár)
Haust Vor
    UMHVERFI, SKIPULAG OG LÝÐHEILSA   4e 
    LARK V - ARKITEKTÚR OG SKIPULAG   12e 
    MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM   6e 
    LARK VI - MANNVIRKI Í LANDSLAGI  12e 
    B.S. LOKAVERKEFNI - Landslagsarkitektúr  10e 
Námskeið ársins 2023-2024 (Óháð námsári)
Haust Vor
    SIÐFRÆÐI NÁTTÚRUNNAR   4e 
    ARKITEKTÚR OG NÁTTÚRA - Jákvæð áhrif hönnunar á náttúruna     2e 
    SKÓGFRÆÐI I - Kynning á fagsviði skógræktar   6e 
    VETTVANGSFERÐ LARK  2e 
    SAMKEPPNI  2e 
    MENGUN - UPPSPRETTUR OG ÁHRIF   6e 
1)   ÍSLENSK VISTKERFI     8e 
    LÍFRÆN RÆKTUN    4e 
1)   VISTHEIMT OG SJÁLFBÆR LANDNÝTING     6e 
1)   05.97.02 PLÖNTUNOTKUN III - plöntuhönnun og náttúrumiðaðar lausnir     4e 
    TÖLVUSTUDD HÖNNUN II   4e 
2)   NÁTTÚRUVERND OG TÚLKUN    6e 
    LANDUPPLÝSINGAKERFI III   4e 
    SKÓGUR, SKJÓL OG SKIPULAG     2e 
3)   SUMARNÁMSKEIÐ - PLÖNTUGREINING    2e 
4)   SUMARNÁMSKEIÐ - JARÐ- OG JARÐVEGSFRÆÐI    2e 
    SJÁLFBÆR ÞRÓUN    4e 
    SAMKEPPNI  2e 
    VERNDARÁÆTLANIR   6e 
1)   JARÐFRÆÐI ÍSLANDS   4e 
    SAMSKIPTI Í UMHVERFIS- OG AUÐLINDAMÁLUM    4e 
    REKSTUR OG ÁÆTLANAGERÐ (Eigin rekstur)    6e 
    FRUMKVÖÐLAFRÆÐI     2e 
1) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2024/2026.
2) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2023/2025.
3) Kennsla fer fram á Hvanneyri í lok júní. Hægt að taka annað hvort eftir fyrsta ár eða annað ár.
4) Kennsla fer fram í lok maí. Hægt að taka annað hvort eftir fyrsta ár eða annað ár.

Nemendur geta valið um önnur valnámskeið að uppfylltum undanfara, í samráði við brautarstjóra.

Af hverju landslagsarkitektúr?

Image

Umhverfið mótar manninn. Áhrif hans á það sem honum er næst geta verið umtalsverð. Þar má ekki kasta til höndum.

Umhverfi þarf að vera þannig að fólki líði vel við leik og störf. Góð íbúðasvæði með samspili bygginga og opinna svæða auka á vellíðan og heilbrigði fólksins. Gott skipulag landnotkunar í þéttbýli og dreifbýli er mikilvægt fyrir þá sem búa á viðkomandi stað, enda hafi hönnuðir haft samspil náttúru, íbúa og hönnunar að leiðarljósi. Um leið þurfa þeir að leggja áherslu á sjálfbærni,vistvæna nálgun auk sérstöðu náttúru og samfélags.

Image
Fylgigögn

Umsækjendur í Landslagsarkitektúr geta skila rafrænni möppu/portfolio (2-10 síður) með umsókn en það er ekki krafa. Sjá dæmi hér.


Markmiðið með möppunni er að nemandi sýni sinn persónulega stíl og kynni sig og áhuga sinn á landslagsarkitektúr á skapandi hátt. Mappan er nýtt til að kynnast umsækjendum betur og meta hæfileika nemanda til frumlegrar sköpunar og framsetningar á hugmyndum sínum.

Verkin í möppunni þurfa ekki að vera fullgerð og geta innihaldið hugmyndir, texta, skissur og teikningar og tæknilegar lausnir svo eitthvað sé nefnt. Nemandi skal hafa unnið að öllum verkunum og ef um hópastarf er að ræða skal það koma fram og það þarf að vera ljóst hvert hlutverk umsækjandans var. 

Image

Nánar um lífið sem nemandi í landslagsarkitektúr

Image

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum

Image

Að loknu námi í landslagsarkitektúr

Image

Störf að loknu BS- námi geta verið margvísleg, t.d. hjá opinberum aðilum, sveitarfélögum og ráðgjafafyrirtækjum, á teiknistofum landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga, verkfræðinga og arkitekta, auk umsjónar með náttúruverndar- og útivistarsvæðum.

Með því að halda áfram í námi til meistaragráðu geta nemendur öðlast starfsréttindi sem landslagsarkitektar eða skipulagsfræðingar. Fólk sem hlotið hefur þessa gráðu vinnur að mótun umhverfis í þéttbýli og dreifbýli. Það gegnir mikilvægu hlutverki við að skipuleggja umhverfi okkar daglega lífs og þarf stöðugt að vera vakandi fyrir vistvænum og sjálfbærum lausnum í þéttbýli sem dreifbýli.

Landslagsarkitektar og skipulagsfræðingar vinna meðal annars við skipulagningu á þróun byggðar og landnýtingar. Þeir hanna opin svæði, garða og torg, skólalóðir, útvistar og ferðamannasvæði, kirkjugarða og vegastæði svo eitthvað sé nefnt. Þá má nefna að leitað er til landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga þegar unnið að mati á umhverfisáætlunum og fleiri verkefnum sem tengjast skipulagsmálum og náttúrufræði.

Image

Atvinnumöguleikar

Image

Nemendur sem ljúka BS-námi eiga möguleika á störfum hjá teiknistofum landslagsarkitekta og öðrum fyrirtækjum sem starfa á svið hönnunar og skipulagsáætlana. Einnig ráða opinberar stofnanir og sveitarfélög til sín nemendur sem ljúka grunnnáminu frá Landbúnaðarháskólanum.

Landslagsarkitektar framtíðarinnar mun koma að hönnun og áætlanagerð sem snertir á fagurfræði, náttúrulegum lausnum og verkefnum sem tengjast umhverfi mannsins og nýjum áskorunum tengdum loftslagsmálum og sjálfbærni. Atvinnuhorfur í framtíðinni eru mjög góðar og það er eftirspurn eftir sérþekkingu landslagsarkitekta.

Hvað segja nemendur

Ég mæli af öllu hjarta með námi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands

Landslagsarkitektúr sameinar áhuga minn um náttúruna og hið byggða umhverfi

Ég flutti á Hvanneyri haustið 2013 og hóf nám mitt í landslagsarkitektúr sem er ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið. Frá því ég var lítil hef ég alltaf haft mikinn áhuga á arkitektúr og pælt mikið í umhverfi mínu. Landslagsarkitektúr sameinar áhuga minn um náttúruna og hið byggða umhverfi og gefur fagið mér verkfæri til að skapa sviðsmynd fyrir daglegt líf fólks. Í hönnunarvinnu sæki ég mikið í minningar úr æsku til dæmis þar sem ég var sem barn að vaða í tjörninni, leika uppí móa, hjóla í gegnum skóginn eða labba í hverfinu mínu. Allt það sem er úti er leikvöllurinn okkar, það er vettvangur og sviðsmynd fyrir lífið okkar og upplifanir. Því skiptir mig miklu máli að hanna aðgengilegt og skemmtilegt umhverfi fyrir alla aldurshópa, svo allir geti farið út að leika.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image