Landslagsarkitektúr

BS-nám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum

Image

Þriggja ára BS - nám, 180 ECTS, staðarnám. Kennt á Hvanneyri.
BS-nám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. Gott samspil bygginga og opinna svæða auka á vellíðan og heilbrigði fólks. Jafnvægi milli náttúru, mannsins og hönnunar skal ávallt haft að leiðarljósi við skipulag lands. Í náminu er áhersla lögð á vistvæna nálgun og sjálfbærni með tilliti til sérstöðu Íslands.

Brautarstjóri er Hermann Georg Gunnlaugsson.

Inntökuskilyrði

Image

Umsækjendur í Landslagsarkitektúr þurfa að skila rafrænni möppu/portfolio með umsókn. Markmiðið með möppunni er að nemandi endurspegli persónulega sýn á landslagsarkitektur. Úr þessu á að vera hægt að meta hæfileika nemanda til frumlegrar sköpunar og framsetningar á hugmyndum sínum.

Verkin í möppunni þurfa ekki að vera fullgerð og geta innihaldið hugmyndir, texta, skissur og teikningar og tæknilegar lausnir svo eitthvað sé nefnt. Nemandi skal hafa unnið að öllum verkunum og ef um hópastarf er að ræða skal það koma fram og það þarf að vera ljóst hvert hlutverk umsækjandans var.

Image

Áherslur í námi

Image

Áherslur á fyrsta ári
Inngangur að landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum, garðsaga, formfræði, litafræði. Landslagsgreining, tölvustudd hönnun, landslags- byggingarfræði og vistfræði.

Áherslur á öðru ári
Útivistarsvæði, tré og runnar, jarðfræði, ljósmyndun, skissu- og hugmyndavinna. Einnig líkanagerð, skipulagsfræði og deiliskipulag.

Áherslur á þriðja ári
Mannvirki í landslagi, arkitektúr og skipulag. Umhverfi og lýðheilsa. Gerð BS-verkefnis.

Image

Að loknu námi

Image

Störf að loknu BS- námi geta verið margvísleg, t.d. hjá opinberum aðilum, sveitarfélögum og ráðgjafafyrirtækjum, á teiknistofum landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga, verkfræðinga og arkitekta, auk umsjónar með náttúruverndar- og útivistarsvæðum.

Með því að halda áfram í námi til meistaragráðu geta nemendur öðlast starfsréttindi sem landslagsarkitektar eða skipulagsfræðingar. Fólk sem hlotið hefur þessa gráðu vinnur að mótun umhverfis í þéttbýli og dreifbýli. Það gegnir mikilvægu hlutverki við að skipuleggja umhverfi okkar daglega lífs og þarf stöðugt að vera vakandi fyrir vistvænum og sjálfbærum lausnum í þéttbýli sem dreifbýli.

Landslagsarkitektar og skipulagsfræðingar vinna meðal annars við skipulagningu á þróun byggðar og landnýtingar. Þeir hanna opin svæði, garða og torg, skólalóðir, útvistar og ferðamannasvæði, kirkjugarða og vegastæði svo eitthvað sé nefnt. Þá má nefna að leitað er til landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga þegar unnið að mati á umhverfisáætlunum og fleiri verkefnum sem tengjast skipulagsmálum og náttúrufræði.

Image
Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image