Náttúra og skógur

Náttúru- og umhverfisfræði

Image

BS gráða – 180 ECTS

Grunnþekking á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum

Námsbraut í náttúru- og umhverfisfræði leggur áherslu á íslenskra náttúru. Beitt er þverfaglegri nálgun við alla umfjöllun. Fjallað er um hvernig lífverur hafa áhrif á umhverfið og hvernig umhverfið hefur áhrif á þær. Áhersla er lögð á nýtingu mannsins á náttúrunni og hvernig við getum passað sem best upp á sjálfbæra þróun, það er, að ganga ekki á gæði jarðar og skila nátúrunni í sem bestu ástandi til komandi kynslóða.    

Námið er bæði staðarnám og fjarnám.

Er námið fyrir þig?
Hefur þú áhuga á því að læra um:
  • Hvernig hægt er að bregðast umhverfisbreytingum, loftlagsbreytingum, náttúruhamförum, mengun eða gróðurbreytingum til dæmis?

Vilt þú geta haft áhrif á:
  • Hvernig við mannfólkið nýtum náttúruna?
  • Hvaða svæði við verndum og hvernig náttúruverndarsvæði eru nýtt?
Hefur þú gaman af því:
  • Að rannsaka náttúruna t.d. dýr, gróður, jarðveg eða jökla?
  • Að skoða gervitunglamyndir og gera kort?
Viltu vita meira um:
  • Störf umhverfisfræðinga, líffræðinga, jarðfræðinga, landfræðinga, eldfjallafræðinga eða annara náttúrufræðinga? Þú kynnist því í náminu hjá okkur.
  • Hvernig maður og náttúra hafa áhrif hvort á annað?
  • Hvernig þú getur haft áhrif á umhverfismál?
Langar þig að starfa sem sérfræðingur um íslenska náttúru?
  • Til dæmis að stjórna og skipuleggja umhverfismál og landnýtingu, hafa eftirlit og umsjón með náttúruverndarsvæðum og mati á umhverfisáhrifum?
Þá er náttúru- og umhverfisfræði eitthvað fyrir þig!

Skipulag náms

Image
Námskeið ársins 2023-2024 (Fyrsta ár)
Haust Vor
    INNGANGUR AÐ VISTFRÆÐI   2e 
    MAÐUR OG NÁTTÚRA   4e 
    LÁGPLÖNTUR OG SVEPPIR    4e 
    VINNULAG OG AÐFERÐIR Í HÁSKÓLANÁMI   4e 
    ALMENN EFNAFRÆÐI   6e 
    ALMENN JARÐFRÆÐI   6e 
    HAGNÝT GRUNNTÖLFRÆÐI    4e 
    GRASAFRÆÐI   4e 
    LANDUPPLÝSINGAKERFI I (Kortafræði)   6e 
    LÍFRÆN EFNAFRÆÐI    4e 
    VISTFRÆÐI I    4e 
    VISTFRÆÐI II    4e 
    VEÐURFARSFRÆÐI   4e 
    LANDUPPLÝSINGAKERFI II    6e 

Valnámskeið eru eingöngu fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámskeiðum 1. árs.

Námskeið ársins 2024-2025 (Annað ár)
Haust Vor
1)   LÍFEÐLISFRÆÐILEGIR FERLAR Í PLÖNTUM     2e 
    SIÐFRÆÐI NÁTTÚRUNNAR   4e 
1)   FLÉTTUR OG MOSAR     4e 
1)   ÍSLENSK VISTKERFI     8e 
1)   VISTHEIMT OG SJÁLFBÆR LANDNÝTING     6e 
    JARÐVEGSFRÆÐI   6e 
2)   VATNSHAGUR     4e 
    ÖRVERUFRÆÐI   4e 
2)   SJÁLFBÆR ÞRÓUN    4e 
2)   LANDNÝTING - NÁTTÚRUNÝTING Á ÍSLANDI     4e 
2)   ALMENN DÝRAFRÆÐI - HRYGGDÝR    6e 
1) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2024/2026.
2) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2025/2027.

Valnámskeið eru eingöngu fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámskeiðum 1. árs.

Námskeið ársins 2025-2026 (Þriðja ár)
Haust Vor
1)   VATNAVISTFRÆÐI    6e 
1)   DÝRAFRÆÐI HRYGGLEYSINGJA   4e 
1)   BEITARVISTFRÆÐI OG SKIPULAG   4e 
1)   NÁTTÚRUVERND OG TÚLKUN    6e 
    AUÐLINDA- OG UMHVERFISHAGFRÆÐI   4e 
    SAMSKIPTI Í UMHVERFIS- OG AUÐLINDAMÁLUM  4e 
    MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM   6e 
2)   JARÐFRÆÐI ÍSLANDS   4e 
2)   PLÖNTUVISTFRÆÐI    4e 
    B.S. LOKAVERKEFNI - Náttúru- og umhverfisfræði  10e 
1) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2023/2025.
2) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2024/2026.

Valnámskeið eru eingöngu fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámskeiðum 1. árs.

Námskeið ársins 2023-2024 (Óháð námsári)
Haust Vor
    SKÓGFRÆÐI I - Kynning á fagsviði skógræktar   6e 
1)   LÍFRÆN RÆKTUN    4e 
    TÖLFRÆÐI OG TILRAUNASKIPULAG     8e 
    LANDUPPLÝSINGAKERFI III  4e 
    ARKITEKTÚR OG NÁTTÚRA - Jákvæð áhrif hönnunar á náttúruna   2e 
2)   MENGUN - UPPSPRETTUR OG ÁHRIF   6e 
    PLÖNTUNOTKUN I - Tré og runnar    6e 
3)   HEILBRIGÐI PLANTNA    4e 
4)   SUMARNÁMSKEIÐ - JARÐ- OG JARÐVEGSFRÆÐI    2e 
5)   SUMARNÁMSKEIÐ - PLÖNTUGREINING    2e 
    SKIPULAGSFRÆÐI   4e 
    FRUMKVÖÐLAFRÆÐI     2e 
2)   ÍSLENSK HLUNNINDI      4e 
    REKSTUR OG ÁÆTLANAGERÐ (Eigin rekstur)    6e 
    VERNDARÁÆTLANIR   6e 
1) Val á öðru eða þriðja ári.
2) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2023/2025.
3) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2024/2026.
4) Kennt í lok maí. Hægt að taka eftir fyrsta eða annað ár.
5) Kennt í lok júní. Hægt að taka eftir fyrsta eða annað ár.

Nemendur geta valið um önnur valnámskeið að uppfylltum undanfara, í samráði við brautarstjóra.

Image
Skiptinám

Alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir og hefur umsjón með nemenda- og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus og Erasmus+ . Alþjóðafulltrúi stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar. 

Alþjóðafulltrúi veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf LbhÍ og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.

Nánar

Image

Framhaldsnám í náttúru- og umhverfisfræði

Image

Nám í náttúru- og umhverfisfræðum er góð undirstaða undir allt framhaldsnám í náttúruvísindum. Einnig er námið kjörið fyrir þá sem hyggjast afla sér kennsluréttinda í náttúrufræðum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Image

Hvað segja nemendur

Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image