Frá vinstri Samaneh Nickayin lektor, Hermann Georg Gunnlaugsson brautarstjóri og Mateja Kregar

Heimsókn frá háskólanum í Ljubljana

Landslagsarkitekinn Mateja Kregar heimsótti landslagsarkitektabraut LBHÍ í síðustu viku. Heimsóknin var í gegnum Erasmus styrkjaáætlunina í Slóveníu. Hún fundaði með starfsmönnum, skoðaði aðstöðu námsins hér og skildi eftir eigin verk og nemendaverkefni.

Farsælt Erasmus samstarf hefur verið milli þessara háskóla og námsleiða. Mateja kom hér einnig  árið 2015 og þá setti hún ásamt Helenu Guttormsdóttur upp sýningu á verkum nemenda. Helena fór svo til Ljubljana árið 2016, var með fyrirlestra og tók þátt í kennslu. Þá hafa verið gagnkvæm Erasmus nemendaskipti milli skólanna. Mjög ánægjulegt er að  sjá hvað Erasmus gefur kost á farsælu alþjóðastarfi og uppbyggingu faglegra tengsla og vináttu.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image