Ræktun jólatrjáa við ólíkar aðstæður

Viltu læra hvernig ræktun jólatrjáa er undirbúin, hvaða tegundir henta miðað við aðstæður og hvernig haga skal umhirðu til að fá sem besta nýtingu? Endurmenntun LbhÍ býður upp á námskeið í ræktun jólatrjáa sem haldið er hjá LbhÍ á Reykjum í Öflusi föstudaginn 05.nóv. kl. 16-19 og laugardaginn 06. nóvember kl. 9-16. Á námskeiðinu munu reyndir skógræktarráðgjafar hjá Skógræktinni fjalla um þá reynslu sem orðin er til hér á landi í ræktun jólatrjáa og læra þátttakendur meðal annars hvaða trjátegundir er helst verið að rækta á Íslandi og hvernig best er staðið að umhirðu ræktunarinnar til að fá sem besta nýtingu. Námskeiðið er einingarbært nám á framhaldsskólastigi. Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image