Til eru fjölmörg dæmi víða um heim af borgarrýmum sem hafa orðið að eftirsóttum áfangastöðum eftir myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Mynd Anna Kristín Guðmundsdóttir

Samfélagsmiðlar - tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða

Samfélagsmiðlar hafi áhrif á upplifun meirihluta fólks á ímynd svæða er meðal niðurstaðna verkefnisins Samfélagsmiðlar - tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða sem Anna Kristín Guðmundsdóttir, meistaranemi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsala (SLU) vann nú í sumar með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna

Heimur samfélagsmiðla er áhrifamikið fyrirbæri þar sem notendur fylgjast með og deila frá lífi sínu og umhverfi. Myndefni sem notendur deila getur orðið vinsælt og varpað þannig ljósi á ákveðin svæði. Nefna má regnbogagötuna í miðbæ Seyðisfjarðar sem hefur verið vinsælt myndefni á Instagram og orðið að helsta aðdráttarafli bæjarins. Til eru fjölmörg dæmi víða um heim af borgarrýmum sem hafa orðið að eftirsóttum áfangastöðum eftir myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Tækifæri samfélagsmiðla fyrir aðdráttarafl svæða tengist þannig upplifun fólks af umhverfinu og vilja til að deila henni með öðrum í gegnum miðlana. Notendur miðlanna deila og skoða myndir frá öðrum og geta þannig orðið fyrir áhrifum og leitað sér upplýsinga þar. Þannig getur Instagram nýst í markaðssetningu fyrir til dæmis sveitarfélög til að auka aðdráttarafl sitt.

Í verkefninu eru skoðuð innlend og erlend dæmi þar sem umhverfishönnun er áberandi myndefni á Instagram. Anna Kristín lauk Bs námi í landslagsarkitektúr áður en hún hóf framhaldsnám í faginu við sænska landbúnaðarháskólann. Verkefnið var unnið í samstarfi við námsbraut landslagsarkitektúrs við Landbúnaðarháskóla Íslands og var Helena Guttormsdóttir, myndlistarmaður og lektor umsjónarmaður þess. Anna hefur nú birt skýrslu með niðurstöðum verkefnisins sem nálgast má hér.

Niðurstöður verkefnisins voru dregnar saman í flokka yfir hönnunarþætti sem hægt er að tvinna saman við hönnun á myndrænum almenningsrýmum. Flokkarnir eru nokkurs konar verkfæri sem geta nýst hönnuðum og sveitarfélögum til að skapa „instagram-vænt“ umhverfi hvort sem er um varanlega eða tímabundna hönnun að ræða. Rafræn spurningakönnun var gerð til að rýna í áhrif notenda miðilsins á aðdráttarafl svæða en meirihluti þátttakenda töldu að samfélagsmiðlar hafi áhrif á upplifun þeirra á ímynd svæða. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image