Katharina nýtur þess að upplifa íslenska náttúru. Mynd aðsend

Starfsnemar á Reykjum

Það eru þónokkrir starfsnemar og sumarstarfsfólk hjá okkur og ein af þeim er Katharina Graus. Katharina er starfsnemi hjá okkur og staðsett á Reykjum og vinnur að rannsóknum þar í verkefninu FutureArctic sem er ein stærsta rannsókn á á þurrlendisviskerfum sem fram fer á Íslandi í dag. Markmið verkefnisins er að skoða hvernig íslensk graslendi og skógar bregðast við breytingum í loftslagi og loftgæðum. Einstök rannsóknaraðstaða skólans að Reykjum í Ölfusi er nýtt til þjálfunar 15 doktorsnema víðsvegar að, í vistfræði, erfðafræði, lífeðlisfræði, verkfræði og tæknifræði. Auk samstarf við erlenda háskóla taka einnig einkafyrirtæki þátt.

Katharina sagði okkur aðeins frá upplifun sinni og hvað hún er helst að sýsla við hér.

„Ég heiti Katharina og er frá Austurríki og kynntist landbúnaði gegnum ömmur mínar og afa sem bæði voru bændur. Það er þaðan sem áhugi minn á verndun umhverfis okkar og sjálfbærri nýtingu auðlinda kviknaði og ég hef látið mig varða alla tíð síðan. Þessi áhugi varð til þess að ég ákvað að leggja stund á umhverfisfræði og auðlindastjórnun í Lífvísinda- og auðlindafræðaháskólanum í Vín e. University of Natural Resources and Applied Life Sciences in Vienna (BOKU).

Þar sem málefni tengd loftslagsbreytinum eru fjölbreytt þá vil ég viða að mér reynslu á sem breiðustu sviði. Mér finnst því vera mikilvægur þáttur þar að fá innsýn í fjölbreitt verkefni í ólíkum löndum. Þannig get ég tvinnað saman áhuga mínum á því að ferðast og fá reynslu á þeim vettvangi sem ég vil starfa við.

Núna er ég að fá innsýn inní FutureArctic verkefnið. Í skólanum mínum læri ég hugtök og mismunandi staðla til að mæla gróðurþekju e. Normalized Difference Vegetation og laufþekju e. Leaf Area Index og hér fæ ég prófa þessa vinnu í raunverulegum aðstæðum. Það sem er einnig skemmtilegt við FutureArctic verkefnið er hvað það er alþjóðlegt. Sem dæmi um það þá er ég stödd í íslensku mötuneyti og að ræða við Phoebe [doktorsnemi hjá LbhÍ] sem segir mér frá matarvenjum í heimalandi sínu Cameroon og þegar ég gekk á íslenskum jökli með færum íslenskum leiðsögumanni fæ ég að heyra hvernig það er að búa í Íran, Costa Rica og Spáni en aðilar frá þessum löndum er að vinna að þessu verkefni núna.

Ég nýt þess að að búa á Reykjum við Hveragerði og elska landslagið hér í kring. Þegar ég geng að tilraunasvæðunum þá þarf ég að fara yfir á og það eru hverir allt um kring. Þetta er frábær „skrifstofa“. Einn af uppáhalds stöðunum mínum hér er Bananahúsið með allar sínar framandi plöntur. Þegar það er rok eða rigning úti þá getur maður skellt sér á suðrænari slóðir bara með því að ganga þangað inn.

Eftir að ég klára starfsnámið mitt þá ætla ég að vera aðeins lengur á Íslandi og ferðast um landið og njóta þessa einstaka landslags hér. Ég stefni svo á að halda áfram í Meistaranám í umhverfisfræðum og auðlindastjórnun þegar ég fer aftur heim til Austurríkis.“

---

"My name is Katharina and I was born in Austria. Both of my grand parents had a farm. That is why the protection of our environment and the sustainable use of resources has been a great concern of mine for a long time. Because of that I decided to study Environment and Bioresource Management at the University of Natural Resources and Applied Life Sciences in Vienna.

As climate change is such a diverse issue, I am trying to get to know as many various aspects of it as possible. For me there is no better opportunity to achieve that, then getting an insight to projects located in different countries. That way I can combine my longing for travel with gaining experience in the professional field I want to work in. Right now, I get an insight in the FutureArctic-Project. At University I learned about different measurements like Normalized Difference Vegetation Index or Leaf Area Index. It is great to put them into practice now. What I also enjoy about the FutureArctic-Project is the intercultural part of it: while I am having a nice Icelandic meal in the school canteen, I can listen to Phoebe telling me about eating habits in Cameroon. And while walking on an Icelandic glacier with one of the best Icelandic guides, I hear about what it is like to live in Iran, Costa Rica and Spain.

I enjoy staying in Reykir by Hveragerdi a lot, as the landscape is so stunning. When walking to the research plots, there is a river which needs to be crossed and hot springs are just within the working space. What makes it a pretty special “office”. One of my favourite places at the campus is the Bananahouse with all its exotic plants. On windy and rainy days, it takes me just a few minutes to get a getaway some latitudes more south. When I am done with my internship, I will stay a little longer in Iceland to see more of its unique landscape.

When I go back to Austria, I will start my Master programme in Environment and Bioresource Management."

Image
Katharina við störf á einu af rannsóknarsvæðum FutureArctic. Mynd aðsend
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image