Verið velkomin að fagna komu sumars

Sumarhátíð og opið hús að Reykjum

Verið velkomin að fagna komu sumars með okkur að Reykjum milli kl 10 og 17. Opið hús og hátíðardagskrá Sumardaginn fyrsta 21. apríl.

Viðburðir yfir daginn

 - Á sölutorgi verður hægt að nálgast ferskt grænmeti, blóm, kryddolíur, jarðaberjaplöntur tilbúnar í stofugluggann og fleira til.

- Bananahúsið verður opið fyrir þá sem vilja smá hitabeltisstemmingu.

- Á útisvæðum verða vélar og tæki til sýnis og hægt að fá ketilkaffi og kannski sykurpúða til að grilla.

- Í verknámshúsi verða verkefni nemenda til sýnis, tjarnir og náttúrugrjót. Einnig verða þar grillaðar pylsur til sölu og ís.

- í eldhúsinu verða að venju vöfflur, kaffi og kakó til sölu ásamt ís sem hægt er að njóta í hlýjunni í garðskálanum.

 

Hátíðardagskrá

Fundarstjóri:  Björgvin Örn Eggertsson

14:00 – 14:05             Tónlistaratriði  - Brynhildur Erla Finnbjörnsdóttir, þverflautunemandi

14:05 – 14:10              Setning – Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur

14:00 – 14:30             Garðyrkjuverðlaun LBHÍ 2022

                                    Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson

14:30 – 14:35             Tónlistaratriði  - Brynhildur Erla Finnbjörnsdóttir, þverflautunemandi

14:35 – 14:45             Umhverfisverðlaun Hveragerðis – Formaður Bændasamtaka Íslands, Gunnar Þorgeirsson

14:45 – 14:55             Ávarp – Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu

14:55 – 15:00             Slit – Björgvin Örn Eggertsson, fundarstjóri

 

VIðburðarsíða

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image