Þingið var haldið í Hörpu. Ljósmynd arcticcircle.org

Þátttaka í Hringborði Norðurslóðanna - Arctic Circle assembly

Þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, var haldið um liðna helgi í Hörpu. Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega samkoman í Evrópu síðan heimsfaraldurinn hófst. Yfir 100 málstofur með fleiri en 400 ræðumönnum eru á dagskrá þingsins og sækja um 1.200 manns frá yfir 50 löndum það heim. Landbúnaðarháskólinn átti sína fulltrúa þar einnig og hélt Jóhannes Sveinbjörnsson erindi um fæðuöryggi. Sigríður Kristjánsdóttir var einnig fulltrúi Fulbright í Arctic Initiative verkefnisins og tók þátt í pallborði sem og hélt erindi um sjálfbæra þróun á norðurslóðum og uppbyggingu innviða e. infrastructure. Sigríður var einnig hluti að verkefninu Uarctic Thematic Network - Bioregional Planning for Resilient Rural Communities ásamt Mariu Wilke doktorsnema.

Maria tók þátt í vinnu í COBALT samstarfinu en hennar doktorsverkefni snýr að haf- og strandskipulagi og vinnur hún að verkefni um seiglu samfélaga við strandlengjuna að takast á við breytingar m.a. vegna loftslagsbreytinga og hækkunar yfirborðs sjávar. Verkefnið kallast Sustainable Resilient Coasts. Maria var einnig hluti af hópnum Apecs sem er tengslanet ungs vísindafólks sem sérhæfir sig á sviði norðurslóða. Þá var ráðstefnan einnig hluti af námi meistaranemenda okkar á alþjóðlegu námsbrautinni umhverfisbreytingum á norðurslóðum e. Environmental Changes at Higher Latitudes (EnChiL).

Hér má skoða dagskrá Arctic Circle í heild sinni.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image