Reynisbikarhafi 2022

Útskriftardagur Reiðmannsins 2022

Þann fyrsta maí var haldin útskriftarhátíð í Reiðmanninum sem er nám á vegum Endurmenntunar LBHÍ og er ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi en ekki síður fyrir þá reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur.

Reiðmaðurinn er haldið um land allt og komu átta reiðmannshópar saman á Mið-Fossum í hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands og fögnuðu tímamótunum ásamt því að keppt var um Reynisbikarinn en Reynir Aðalsteinsson tamningameistar var upphafsmaður námsins og hefur það notið mikilla vinsælda í áraraðir.

Fjölmennt var á útskriftarhátíðinni sem fram fór í góðu veðri og voru á annað hundrað manns sem mættu til að taka þátt í deginum og fagna útskriftarlokum.

Tveir nemendur fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í bóklegu og verklegu námi í Reiðmanninum. Í Reiðmanninum I hlaut Guðmundur Árnason viðurkenningu og í Reiðmanninum II var það Jóhanna Vilhjálmsdóttir sem hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.

Keppt var um Reynisbikarinn og voru átta nemendur í Reiðmanninum II sem hæst stóðu yfir landið sem fengu tækifæri til að sýna prógrömm sín í gæðingafimi og keppa um bikarinn. Í ár stóð Hrefna Karlsdóttir uppi sem sigurvegari og hampaði Reynisbikarnum. Í öðru sæti var Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Bertha Karlsdóttir var í þriðja, í fjórða til fimmta sæti Bjarni Hjörleifsson á Flúðum og Stéfan Bjartur Stéfansson Flúðum og í sjötta María Þórunn Jónsdóttir, Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir var í sjöunda sæti og Sigurjón Þorri Ólafsson í áttunda.

Einnig kepptu 8 hæstu nemendur af fyrsta ári prógrömm sín í gæðingafimi með hesta sína. Það stóð uppi sem sigurvegari Anna Guðný Baldursdóttir. Þórdís Anna Oddsdóttir var í öðru sæti, Anna Linda Gunnarsdóttir í þriðja, Guðbjörg Gunnarsdóttir í fjórða, Margrét Steingrímsdóttir í fimmta, Guðmundur Árnason í sjötta, Björn Ragnar Morthensen í sjöunda og Björgvin Jóhannesson í því áttunda.

Á útskriftardeginum var einnig keppt í gæðingatölti og gátu allir nemendur Reiðmannsins skráð sig til þátttöku. Á þriðja tug nemenda kepptu og var boðið upp á tvo flokka, einn flokk fyrir meira vana og annan flokk fyrir minna vana. Úrslit í gæðingatölti urðu eftirfarandi:

 

  1. flokkur, meira vanir

1.sæti Váli frá Efra-Langholti, knapi Ragnar Sölvi Geirsson. 8.617

2.sæti Dáti frá Meiri-Tungu 3, knapi Ágúst Hafsteinsson. 8.375

3.sæti Nína frá Áslandi, knapi Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir. 8.375

4.sæti Glaumur frá Þjóðólfshaga, knapi Guðmundur Árnason. 8.342

5.sæti Stirnir frá Halldórsstðum, knapi Ásbjörn Helgi Árnason. 8.275

6.sæti Vörður frá Eskiholti II, knapi Júlía Guðbjörg Gunnarsdóttir. 8.25

 

  1. flokkur, minna vanir.

Tveir lentu í fyrsta sæti en eftir sætisröðun frá dómurum voru úrslit sem hér segir:

1.sæti Ágúst frá Koltursey, knapi Rafnar Rafnarsson. 8.467

2.sæti Erpur frá Hlemmiskeiði 2, knapi Jóhanna María Vilhjálmsdóttir. 8.467

3.sæti Villimey frá Hveragerði, knapi Bryndís Guðmundsdóttir. 8.367 (B úrslit)

4.sæti Kveðja frá Krossanesi, knapi Pétur Már Ólafsson. 8.283

5.sæti Eyvi frá Hvanni III, knapi Solveig Pálmadóttir. 8.233

6.sæti Dáð frá Kirkjubæ, knapi Ólafur Friðrik Gunnarsson. 8.225

 

Við óskum öllum útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og hlökkum til að taka á móti nýjum nemendum næsta vetur. Reiðmaðurinn I og II verður í boði á 9 stöðum á öllu landinu sem auk þess sem fjórir framhaldshópar verða í boði og sú nýbreytni að vera með nám í frumtamningum. Allar nánari upplýsingar og skráning er á vef Endurmenntunar LBHÍ, endurmenntun.lbhi.is

Myndaalbúm má finna hér

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image