Búfræðinemendur að loknum Skeifudegi. Frá vinstri Maria Damalee, Erla Björg Björnsdóttir, Linda Bjarnadóttir, Helgi Valdimar Sigurðsson, Gissur Gunnarsson, Sigríður Magnea Kjartansdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Vilborg Hrund Jónsdóttir.

Úrslit Skeifudagsins 2022

Það var gleðilegt að geta haldið Skeifudaginn með pompi og pragt eftir tveggja ára hlé. Það var einnig afar ánægjulegt að geta haldið uppá þann áfanga að nú hefur skólinn tryggt sér glæsilega aðstöðu að Mið-Fossum sem nýtt hefur verið undir reiðmennsku og hestatengda kennslu. 

Dagurinn hófst á fánareið og setningarávarpi Ragnheiðar I. Þórarinsdóttir rektors. Sigríður Bjarnadóttir brautarstjóri hestafræðibrautar hélt síðan ávarp og möguleika brautarinnar til framtíðarinnar og í kjölfarið voru tvö sýningaratriði frá nemendum hestafræðinnar.

Nemendur búfræðibrautar sýndu tamningartryppi sín og Randi Holaker og Guðbjartur Þór Stefánsson reiðkennarar vetrarins kynntu þau og fóru yfir starf vetrarins. 

Allir nemendur í reiðmennskuáföngum kepptu síðan í fjórgangi og voru síðan riðin úrslit annars vegar hjá nemendum hestafræðibrautar og hinsvegar búfræðinemenda sem kepptu um Gunnars bikarinn. 

Að lokinn dagskrá í var boðið til kaffis í hestamiðstöðinni og síðan ávarpaði Helgi Eyleifur Þorvaldsson brautarstjóri búfræði samkomuna og veitti viðurkenningar ásamt því að tilkynna verðlaunahafa. Deginum lauk svo með útdrætti í stóðhestahappdrætti Grana.

Úrslit dagsins

Morgunblaðsskeifuna 2022 hlaut Helgi Valdimar Sigurðsson en þetta er þriðja skeifan sem fer heim að Skollagróf þar sem bæði bróðir Helga og systir hlutu skeifuna 2019 og 2016. Helgi Bjarnason afhenti Skeifuna fyrir hönd Morgunblaðsins og er þetta í 65. skipti sem hún er veitt. Skeifuna hlýtur sá nemandi sem náð hefur bestum árangri á frumtangingaprófi og í reiðmennsku III. 

Eiðfaxabikar hlaut Linda Bjarnadóttir en hann er veittur fyrir bestu einkunn í áfanganum reiðmennsku II.

Reiðmennsku- og ásetuverðlaun Félags tamningamanna hlaut Sigríður Magnea Kjartansdóttir og veitti Silvía Sigurbjörnsdóttir formaður FT þau verðlaun.

Framfaraverðlaun Reynis hlaut Gissur Gunnarsson en þau eru veitt til minningar um Reyni Aðalsteinsson tamningameistara þeim nemanda sem sýnt hefur hvað mestan áhuga og ástundun og tekið sem mestum framförum í reiðmennsku.

Gunnarsbikarinn er síðan veittur þeim sem stendur hæðst í fjórgangskeppni búfræðinema og er veittur til minningar um Gunnar Bjarnason og hlaut hann Sigríður Magnea Kjartansdóttir.

Þá sigraði Ágústa Rut Haraldsdóttir fjórgang nemenda í Bs hestafræðibraut.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image