Hópurinn fór í vettvangsferðir og heimsóknir ásamt því að hlýða á fyrirlestra

Vinnustofur um viðargæði, staðla og skógarumhirðu

Hópurinn heimsótti m.a. Skorradal og Þjórsárdal.
Hluti hópsins í vettvangsferð
Hópurinn fór í vettvangsferðir og heimsóknir ásamt því að hlýða á fyrirlestra

Vikuna 10.-16. október var haldið vikunámskeið á vegum Erasmusverkefninins TreProX. Það fjallar um viðargæði og staðla þar að lútandi, sem og skógarumhirðu. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Landbúnaðarháskóli Íslands, SkógræktinTrétækniráðgjöfKaupmannahafnarháskóli og Linnæus háskólinn í Svíþjóð.

Alls voru um 40 þátttakendur á námskeiðinu frá öllum samstarfslöndum, allt aðilar sem vinna með viðarafurðir og vilja bæta þekkingu sína á því sviði.

Námskeiðið heppnaðist ljómandi vel og voru þátttakendur mjög ánægðir með heimsóknina til Íslands. Nánar má lesa um námskeiðið á heimasíðu verkefnisins hér.

TreProX verkefnið hófst haustið 2019 og er til þriggja ára og er leitt af Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnastjóri er Guðríður Helgadóttir auk þess sem Björgvin Örn Eggertsson og Christian Schultze koma að verkefninu fyrir hönd skólans. Í nóvember 2020 kom út bókin Gæðafjalir – viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám og var hún fyrsta afurðin úr samstarfinu.

Heimasíða verkefnisins treprox.eu

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image