Vilt þú aðstoða við plöntukynbætur

Aðstoðarmaður í plöntukynbótum

Viltu taka þátt í að kynbæta korn fyrir íslenskar aðstæður?

 

Laust er til umsóknar starf aðstoðarmanns í korntilraunum hjá deild Ræktunar og fæðu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Um er að ræða nýtt kynbótaverkefni sem fjármagnað er af matvælaráðuneytinu. Við leitum að aðstoðarmanni í rannsóknum til þess að leggja út jarðræktartilraunir fyrir kynbótaefnivið í tveggja þrepa kynbótaverkefni. Verkefnið er unnið við LbhÍ á Hvanneyri en leggja þarf út tilraunir víða um land. Aðstoðarmaðurinn ber ábyrgð á svipgerðargreiningum á byggi og hveiti og vinnur náið með kynbótafræðingi verkefnisins. Kynbótaverkefnið er hýst af LbhÍ og því býður staðan uppá samstarf í rannsóknaverkefnum sem tengjast verkefninu beint.

English version

 

Plöntukynbótaverkefnið Vala

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að fjármagna kynbætur á byggi og hveiti fyrir íslenskar aðstæður. Verkefnið kemur í kjölfar aðgerðaráætlunar um aukna kornrækt á Íslandi. Markmiðið er að auka sjálfsnægt Íslands í korni og bæta þannig fæðuöryggi. Kynbótaverkefnið Vala er tveggja þrepa kynbótaverkefni þar sem svipgerðargreiningar frá innlendum korntilraunum eru notaðar til þess að spá fyrir kynbótaeinkunnum einstaklinga með erfðagreiningum. Gögnum er safnað af erlendum samstarfsaðilum og kynbótaeinkunn er reiknuð af kynbótafræðingi verkefnisins.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Undirbúningur sáðvöru og hönnun tilrauna í dreifðum tilraunum

  • Söfnun og meðhöndlun gagna fyrir mikilvæga eiginleika meðan á vaxtartímabili stendur, uppskera reiti og vinna úr og greina sýni

  • Umsjón með eftirfylgni á tilraunastöðum á vaxtartímabili og söfnun gagna um jarðræktareiginleika og plöntusjúkdómseinkenni

  • Útreikningur og greining á niðurstöðum hverrar tilraunar fyrir kynbótaverkefnið og fyrir hagaðila þegar það á við

  • Þróun og innleiðing sáningu tilrauna með GPS kerfi

  • Þátttaka í öðrum verkefnum og skyldum samkvæmt verkefnastjórn

 

Hæfniskröfur

  • BSc gráða í búvísindum, líffræði eða skyldum greinum. Msc gráða æskileg

  • Tölfræðileg þekking og skilningur á líkönum sem notuð eru í jarðræktartilraunum

  • Grunnþekking í forritun í R, Python eða öðrum viðeigandi tölfræðiforritum

  • Leyfi til notkunar varnarefna æskileg

  • Vinnuvélaréttindi æskileg

  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

  • Vera áreiðanlegur meðlimur í teymi sem og geta til að vinna sjálfstætt

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

  • Jákvætt viðhorf og frumkvæði

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Um Landbúnaðarháskóla Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er mennta- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar, landnýtingar, umhverfisvísinda, landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. LbhÍ veitir gráður á BSc, MSc og doktorsstigi ásamt því að bjóða uppá starfsmenntanám í búfræði á framhaldsskólastigi.

Um deild Ræktunar og fæðu

Staðan er innan deildar Ræktunar og fæðu sem hefur það að aðalmarkmiði að deila, varðveita og dýpka þekkingu á sviði jarðræktar og búfjárfræða. Enn fremur er leitast við að efla nýsköpun í gegnum rannsóknir og kennslu. Viðfangsefni deildarinnar eru þverfagleg og blandast þar saman líffræðilegir, tæknilegir, efnahagslegir og samfélagslegir þættir sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og áhrifum hennar á umhverfið og samfélagið í heild.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.03.2024

Nánari upplýsingar veitir

Hrannar Smári Hilmarsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

Guðmunda Smáradóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image