RIt LbhÍ nr 151 er komið út

Áhrif Hybrid topplýsingar og hæð lampanna á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata

Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur lengt uppskerutímann og komið í stað innflutnings að vetri til. Fullnægjandi leiðbeiningar fyrir vetrarræktun á tómötum og áhrif ljósgjafa og besta millibils milli ljóss og plantna á gróðurhúsatómata eru ekki til staðar og þarfnast frekari þróunar. Markmiðið var að prófa hvort ljósgjafi (HPS eða Hybrid) og hæð lampanna hefðu áhrif á vöxt, uppskeru og gæði yfir háveturinn á tómata og hvort það væri hagkvæmt.

Nú er komin út skýrsla með niðurstöðum úr tilrauninni Áhrif Hybrid topplýsingar og hæð lampanna á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata“. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og grænmetisbændur. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Lengri plöntur með HPS ljósum

Gerð var tilraun með óágrædda tómata (Lycopersicon esculentum Mill. cv. Completo) frá byrjun nóvember 2021 og fram í miðjan mars 2022 í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum. Tómatarnir voru ræktaðir í steinullarmottum í þremur endurtekningum með 2,5 toppi/m2 með einum toppi á plöntu.

Prófaðar voru þrjár mismunandi ljósameðferðir að hámarki í 16 klst. ljós:

1. HPS topplýsingu (1000 W perur), ljós í 4,5 m hæð frá gólfi (HPS, 472 µmol/m2/s),

2. Hybrid topplýsingu (2:1, HPS:LED, 750 W HPS perur), HPS í 4,9 m og LEDs í 4,5 m hæð frá gólfi (Hybrid high, 373 µmol/m2/s),

3. Hybrid topplýsingu (2:1, HPS:LED, 750 W HPS perur), HPS ljós og LEDs í 4,5 m hæð frá gólfi (Hybrid, 454 µmol/m2/s).

Daghiti var 20°C. Næturhiti var fyrstu tvo mánuðina 20°C og eftir það 17°C. Undirhiti var 35°C í byrjun, en 50°C eftir mánuð og 55°C í lok febrúar. Um miðjan janúar voru hitarör stillt á 45°C. 800 ppm voru gefin. Tómatarnir fengu næringu með dropavökvun. Áhrif ljósgjafa og hæð lampanna voru prófaðar og framlegð reiknuð út.

Ljósgjafar höfðu áhrif á plönturnar: Hæð plöntunnar, lengdavöxtur vikunnar og millibil milli klasa var marktækt lengri þegar plönturnar fengu HPS ljós miðað við Hybrid ljós. En hins vegar hafði hæð Hybrid lampanna ekki áhrif á ofangreindar breytur.

Hraðari þroski 

Tómatar sem fengu ljós frá ljósgjafa sem var 1,0 m fyrir ofan plöntuþekju, þroskuðust um hálfri viku fyrr en tómatar sem fengu ljós frá Hybrid ljósi sem var í 1,4 m fyrir ofan plönturnar. Þetta gæti orsakast af hærri hita í ræknunarefni plantna þar sem ljós var í minni fjárlægð frá plöntunum. Í lok uppskerutímabilsins var heildaruppskera, fjöldi uppskorinna aldina og markaðshæfrar uppskeru marktækt meiri þegar Hybrid ljós var í minnni fjarlægð frá plöntunum. Meiri uppskeru má rekja til þess að fyrsta flokks uppskera var marktækt meiri vegna meira þyngdar aldins, á meðan fjöldi markaðshæfrar aldina var óháð hæð frá Hybrid ljósum. Hins vegar var heildaruppskera, markaðshæfrar uppskeru, fjölda uppskorinna aldina og meðalþyngd aldina ekki háð ljósgjafa.

Hlutfall uppskerunnar sem hægt var að selja var um 70% fyrir allar ljósameðferðir án þess að tillit væri tekið til mismunar milli meðferða á 1. flokks aldina, 2. flokks aldina, of lítilla aldina og grænna aldina.

Dagleg notkun á Hybrid ljósum var sú sama í kWh’s sem og HPS ljós. Ljósatengdur kostnaður (orkukostnaður + fjárfesting í ljósum) var hærri (6%) fyrir “Hybrid” en fyrir “HPS” og var 46% af heildarframleiðslukostnaði. Skilvirkni orkunotkunar var meiri með “Hybrid” en með “Hybrid high”, á meðan ljósgjafi hafði engin áhrif á þessar breytur.

Þegar millibil milli Hybrid ljósa og plöntuþekju var minnkað úr 1,4 m í 1,0 m jókst uppskera um 4,2 kg/m2 og framlegð um 2.500 ISK/m2. Að auki var hægt að fá betri niðurstöður með því að skipta Hybrid ljósum út fyrir HPS ljós og nota 1000 W perur í staðinn fyrir 750 W perur til að lækka fjárfestingarkostnað í ljósum. Þá jókst framlegð um 1.600 ISK/m2 á meðan uppskera breyttist ekki.

Möguleikar á að lækka kostnað, með öðrum hætti en að lækka rafmagnskostnað eru taldir upp í umræðukaflanum í þessari skýrslu. Þar er ráðlegt að minnka hæð milli plöntunnar og ljós í einn metra til að fá hærri µmol tölu sem mun leiða til hærri uppskeru og framlegðar. Mælt er með því að rækta tómata undir HPS ljósi og fjárfesta frekar í að kaupa HPS ljós með 1000 W perum en LEDs fyrir topplýsingu. Ekki mælt með því að skipta HPS lömpum út fyrir LED að svo stöddu og þörf er á meiri reynslu á ræktun undir LED ljósi.

Nákvæmari niðurstöður sem og nokkrar tillögur um sparnað er að finna í lokaskýrslunni. Skýrslan er nr. 151 í ritröðinni Rit LbhÍ. Sjá nánar hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image