Áhugavert erindi um sögu nýtingar og ástand beitilanda í BNA

Vakin er athygli á erindi um sögu nýtingar úthaga í Bandaríkjunum og hvernig opinber stefnumótun hefur mótað ástand beitilanda þar. Erindið verður haldið miðvikudaginn 8. júní, kl. 11–12:15 í sal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið verður á ensku. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Dr Patrick Shaver er sérfræðingur í vistfræði og nýtingu beitilanda. Hann hefur mikla reynslu af að starfa með landeigendum, bæði einkaaðilum og opinberum aðilum við skipulagningu landnýtingar, mati á ástandi lands, vöktun á landheilsu, skipulagi beitarnýtingar og þróun vistgerðaflokkunar. Dr Shaver starfaði í yfir 40 ár fyrir bandaríska landbúnaðarráðuneytið  (USDA) en kennir nú við Oregon State University, auk þess að eiga og reka ráðgjafarfyrirtæki í skipulagningu landnýtingar. Dr Shaver hefur jafnframt alþjóðlega reynslu m.a. frá  Argentínu, Kenía, Mongólíu og Rússlandi.  Hann verður hér á landi í júní vegna kennslu við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem stendur að þessum viðburði.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image