Aukið samstarf um aðgengi innflytjenda að háskólanámi: Stýrihópur í fræðsluferð til Póllands

Verkefnið Inngilding í íslenska háskólasamfélagi sem hlaut styrk úr Samstarfssjóði háskóla 2024 er komið á fullt skrið. Hluti af vinnu stýrihópsins fólst nýlega í fræðsluferð til Póllands þar sem leitað var nýrra leiða og reynslu til að efla málaflokkinn hér á landi. Verkefnið er samstarfsverkefni opinberu háskólanna á Íslandi og miðar að því að fjölga innflytjendum í háskólanámi og bæta aðgengi þeirra að upplýsingum og stuðningi. Verkefnið er mikilvægt skref í átt að fjölbreyttara og réttlátara háskólasamfélagi.

Stýrihópurinn hélt nýverið til Póllands í stutta fræðsluferð til að kynna sér hvernig pólskir háskólar og stofnanir styðja við innflytjendur og alþjóðlega nemendur. Í ferðinni var lögð áhersla á að safna reynslu og þekkingu sem nýst getur í íslenskum aðstæðum.

Verkefnið byrjaði í haust 2024 og miðar að því að greina þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Í kjölfarið fundnar nýjar lausnir, úrræði og lagst stefnumótunarvinnu til að tryggja aðgengi og velgengni þeirra í háskólakerfinu á Íslandi.

Áhugasamir geta fylgst með framvindu verkefnisins á Facebook síðu þess.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image