Bókasafn Tómásar Helgasonar fær góða gjöf

Bjarni Guðmundsson, prófessor og verkefnastjóri Landbúnaðarsafns Íslands hefur lokið þriggja binda sagnaverki um þróun verkhátta og tækni við búskap frá handverkstíma til vélaaldar. Um mánaðamótin kom út bókin Frá hestum til hestafla, en áður voru komnar út bækurnar Alltaf er Farmall fremstur og ...og svo kom Ferguson. Má segja að í tíma taki bækurnar til síðari hluta 19. aldar og fram yfir miðja 20. öld. Útgefandinn, Uppheimar  á Akranesi, hefur látið gera mjög takmarkað upplag af sérstökum öskjum um  bækurnar þrjár, er bera nafnið Vinnur meira vit en strit, þar af eru 100 eintök tölusett og árituð af höfundi bókanna.
Í morgun afhenti Bjarni Guðmundsson Bókasafni Tómásar Helgasonar frá Hnífsdal og Vigdísar Björnsdóttur eintak nr. 1, sem er gjöf hans og Uppheima til safnsins. Nýjasta bókin í sagnaverkinu er einmitt tileinkuð minningu Tómásar, sem var óþreytandi að safna ritum og bókum um íslenskan landbúnað og veitti Bjarna margvíslega aðstoð við öflun ritaðra heimilda vegna ritunar bókanna.
Bókin Frá hestum til hestafla kemur í bókabúðir næstu daga, sem og  askjan með ritverkinu öllu, en hana sem og hina nýju bók, má einnig fá hjá Uppheimum (www.uppheimar.is ) og Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Þess má geta að höfundarlaun fyrir bækurnar hafa runnið og munu renna til eflingar Landbúnaðarsafninu.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Bjarni afhenti bækurnar. F.v. Bjarni Guðmundsson, Þórný Hlynsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image