Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2023

Brautskráningarathöfn 2023

Brautskráð var í dag við hátíðlega athöfn frá Landbúnaðarháskóla Íslands og luku tæplega 200 nemendur í heildina námi með formlegum hætti. Við óskum öllum brautskráðum og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með daginn. 

 

Hæstu einkunn heilt yfir á BS prófi með einkuninna 9,23 var Jóna Guðrún Kristinsdóttir sem brautskráðist úr landslagsarkitektúr. Einnig er verðlaunað fyrir frábæran árangur í BS lokaverkefni og stóð Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, sem var á náttúru- og umhverfisfræðibraut, efst með með einkuninna 9,7. Bestan árangur á búfræðiprófi hlaut Johanna Friederike Dür. 

 

Starfsmenntanám

21 nýr búfræðingur setti upp kolla í dag og voru einnig veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur við tilefnið. Brautarstjóri Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor veittu skírteini og verðlaun. Bestan árangur á búfræðiprófi hlaut Johanna Friederike Dür verðlaun gefin af Bændasamtökum Íslands. Fyrir frábæran árangur í búfjárræktargreinum hlutu Johanna Friederike Dürr og Nadine Stehle verðlaun gefin af RML. Fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum fékk Nadine Stehle verðlaun gefin af Búnaðarsamtökum Vesturlands. Fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum hlaut Jón Björn Blöndal verðlaun gefin af Líflandi. Verðlaun fyrir frábæran árangur í námsdvöl hlaut Nadine Stehle verðlaun gefin af Minningarsjóði Hjartar Snorrasonar og Ragnheiðar Torfadóttur.

Þá hlutu einnig 6 nemendur brautskráningu af garðyrkjubrautum sem garðyrkjufræðingar.

 

Háskólabrautir

Landbúnaðarháskólinn brautskráði nemendur af fimm brautum til BS náms og eru það búvísindi, hestafræði, landslagsarkitektúr, náttúru- og umhverfisfræði og skógfræði auk nemenda úr meistaranámi í skipulagsfræði og einstaklingsmiðuðu rannsóknarnámi sem og doktorsnámi. Nemendur af háskólabrautum hlutu einnig viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

Í búvísindum hlaut Gunnhildur Gísladóttir verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi af búvísindabraut en gefandi þeirra eru Bændasamtök Íslands. Gunnhildur Birna Björnsdóttir brautskráðist af hestafræðibraut og hlaut verðlaun gefin af Kaupfélagi Borgfirðinga. Tíu nemendur alls brautskráðust úr búvísindum og hestafræði og veitti brautarstjóri Sigríður Bjarnadóttir þeim skirteini og verðlaun ásamt rektor.

Í landslagsarkitektúr luku 19 nemendur prófi og hlaut Jóna Guðrún Kristinsdóttir verðlaun gefin af Skipulagsfræðingafélag Íslands fyrir góðan árangur í skipulags og landslagsarkitektafögum. Þá fékk Jóna Guðrún Kristinsdóttir einnig verðlaun fyrir góðan árangur á BSc prófi í landslagsarkitektúr sem gefin eru af Félag Íslenskra Landslagsarkitekta. Samaneh Nickayin brautarstjóri veitti skírteini og verðlaun ásamt rektor.

Í náttúru- og umhverfisfræði tóku 9 nemendur á móti skirteinum og fékk Sigurður Kristjánsson verðlaun gefin af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi fyrir góðan árangur á BSc prófi. Fanney ÓSk Gísladóttir brautarstjóri afheinti skírteini og verðlaun ásamt rektor.

Í skógfræði hlaut Hallþór Jökull Hákonarson verðlaun fyrir góðan árangur á BSc prófi og gefandi er Skógræktarfélag Íslands. Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir brautarstjóri veitti skírteini og verðlaun ásamt rektor en þrír nemendur brautaskráðust þar.

 

Framhaldsnám

Í skipulagsfræði meistaranámi brautskráðust þrír skipulagsfræðingar og veitti Astrid Lelarge brautarstjóri þeim skírteini ásamt rektor. Fyrir frábæran árangur á M.S. prófi í skipulagsfræðum hlaut Jóna Björk Jónsdóttir verðlaun gefin af Skipulagsfræðingafélag Íslands.

Þá brautskráðust fyrstu nemendur af alþjóðegu meistaranámsbrautinni umhverfisbreytingar á norðurslóðum en þau voru fimm alls. Fyrir frábæran árangur á M.S. prófi á brautinni hlaut Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir verðlaun gefin af Landbúnaðarháskóla Íslands.

Í einstaklingsmiðuðu meistaranámi hlutu fimm meistaragráður auk tveggja sem hlutu doktorsgráðu á árinu. Hlynur Óskarsson umsjónarmaður meistaranáms og rektor veittu skírteini og verðlaun. Fyrir frábæran árangur á M.S. prófi í rannsóknamiðuðu meistaranámi hlaut Jóhannes Kristjánsson verðlaun gefin af Landbúnaðarháskóla Íslands.

Endurmenntun og viðbótardiplóma

Þá kláruðu einnig á árinu 17 nemendur Landgræðsluskóla GRÓ með viðbótardiplómu og 83 nemendur brautskráðust af fyrsta og öðru ári úr Reiðmanninum sem er á vegum Endurmenntunar LBHÍ.

 

Styrkveitingar úr sjóðum á vegum skólans

Framfarasjóður Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar. Geirlaug Þorvaldsdóttir, fulltrúi stofenda sjóðsins veitti Ástrósu Ýr Eggertsdóttir styrk til framhaldsnáms í búvísindum. Meistaraverkefni hennar ber heitið: „Greining á DNA tengslum arfgerðar og svipgerðar í íslensku sauðfé með áherslu á vöðvavöxt og hegðunarmynstur forystufjár“. Meðfram námi sínu hefur Ástrós unnið á sauðfjárbúi Landbúnaðarháskóla Íslands að Hesti.

Blikastaðasjóður Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor veitti Hörpa Ósk Jóhannesdóttur styrk vegna doktorsverkefnis í búvísindum við LbhÍ. Verkefni Hörpu Óskar fjallar um kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum. Harpa er dýralæknir að mennt og hefur verið stundakennari hjá Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2018. Árið 2021 hóf hún doktorsnám sitt við skólann undir handleiðslu Charlottu Oddsdóttur, Hanne Gervi Pedersen og Mette Christoffersen.

 

Fyrir athöfnina spilaði Jens Davíð Róbertsson útskriftarnemi í landslagsarkitektúr á píanó og Soffía Björg Óðinsdóttir frá Einarsnesi flutti frumsamin lög í athöfninni. Guðmunda Smáradóttir stýrði og flutti Ragnheiður I. Þórarinsdóttir ávarp áður er brautarstjórar kölluðu nemendur sína á svið til að taka við skírteinum og verðlaunum.

Að lokinni athöfn í Hjálmakletti var haldið kaffiboð á Hvanneyri fyrir brautskráða, gesti þeirra og starfsfólk.

Kæru kandídatar, búfræðingar og garðyrkjufræðingar - innilega til hamingjumeð daginn ykkar, þann merkisáfanga að ljúka formlega námi sem við fögnum með ykkur í dag.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image