Britta Steger ver meistararitgerð sína í Umhverfisbreytingum á norðurslóðum (EnCHiL)

Britta Steger ver meistararitgerð sína í Umhverfisbreytingum á norðurslóðum (EnCHiL)

Britta Steger ver meistararitgerð sína í Umhverfisbreytingum á norðurslóðum (EnCHiL): „Áhrif sauðnautahræja á næringarefnaforða í jarðvegi og gróður í hánorrænu vistkerfi á norðaustur Grænlandi“ við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands. EnCHiL gráðan er sameiginleg gráða með Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og er Britta fyrsti meistaraneminn sem útskrifast með EnCHiL gráðu með LbhÍ sem heimaskóla.

 

Titill ritgerðarinnar á ensku er Influence of muskox carcasses on soil nutrients and vegetation in a High Arctic ecosystem in northeast Greenland

Leiðbeinendur Brittu eru Dr. Isabel Barrio Prófessor við LbhÍ og Dr. Johannes Lang, vistfræðingur við Institut für Tierökologie und Naturbildung Prófdómari er Dr. Borgþór Magnússon, vistfræðingur.

Meistaravörnin fer fram mánudaginn 18. desember 2023 kl. 10:00 í Sauðafelli, 3. hæð í húsi LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík. Vörninni verður einnig streymt á Teams, hlekkur hér. Mikilvægt er að vera kominn inn tímanlega og hafa slökkt á hljóðnema.

 

Ágrip

Hræ stórra spendýra geta haft veruleg áhrif á jarðveg og gróður þar sem þau falla til, einkum sökum aukinnar næringarefnaákomu. Slík áhrif eru sérstaklega mikilvæg í næringarsnauðum vistkerfum, s.s. freðmýrum, þar sem aukið framboð næringarefna getur haft langvarandi áhrif.

Rannsóknir á þessum áhrifum í slíkum vistkerfum hafa hingað til verið frekar takmarkaðar, og í fæstum tilvikum náð til hræja eldri en fimm ára. Í þessari rannsókn kannaði ég áhrif 16 sauðnautshræja (0 til 43 ára gamalla) á framboð næringarefna í jarðvegi og samsetningu gróðurs á norðaustur Grænlandi. Sérstaklega var litið til þess hvort næringarefnaforði jarðvegs væri breytilegur m.t.t. aldurs hræjanna. Ég kannaði bæði samsetningu gróðurs og næringarinnihald jarðvegs á þeim stöðum sem hræin höfðu fallið til á, og eins á samanburðarsvæðum tveimur metrum frá hræjunum. Af þeim tólf næringarefnum sem voru greind, voru sex umtalsvert hærri á svæðunum sem hræin voru á (N, K, P, Mn, Zn og S). Einnig leiddi rannsóknin í ljós að samsetning gróðurs var töluvert öðruvísi við hræin samanborið við samanburðarsvæðin, en stigull var þar á milli. Grös voru ríkjandi á þeim svæðum sem hræin voru á, en magn flétta jókst aftur á móti með aukinni fjarlægð frá hræjunum.

Athyglisvert var að gróður var fjölbreyttari á samanburðarsvæðunum en á svæðunum sem hræin voru á, sem gefur til kynna að líklega hafi ríkjandi staða grasa leitt af sér einsleiti. Hins vegar fannst enginn marktækur munur á þekju runna og mosa milli reitanna og aldur hræja virtist ekki hafa áhrif á framboð næringarefna í jarðvegi, sem gefur til kynna að næringarefnin haldist í jarðveginum árum eða jafnvel áratugum saman. Rannsókn þessi sýnir þannig fram á að hræ stórra spendýra hafa afgerandi og langvarandi áhrif á bæði næringarefnaforða jarðvegs og samsetningu gróðurs á norðurslóðum og eykur á þann hátt á breytileika á landslagsvísu á næringarsnauðum svæðum.

---

Britta Steger defends her master’s thesis in Environmental Changes at Higher Latitudes (EnCHiL) “Influence of muskox carcasses on soil nutrients and vegetation in a High Arctic ecosystem in northeast Greenland” at the Faculty of Environmental & Forest Sciences at the Agricultural University of Iceland.

 

Britta’s supervisors are Dr. Isabel Barrio, Professor at AUI and Dr. Johannes Lang, researcher at Institut für Tierökologie und Naturbildung Examiner is Dr. Borgþór Magnússon, Ecologist.

The master’s defense will take place on Monday, December 18, 2023, at 10:00 AM at Sauðafell, 3rd floor in the AUI building at Keldnaholt, Reykjavík (Árleynir 22). The defense will also be streamed on Teams; the link will be provided later. It is important to arrive on time and mute your microphone.

Abstract

Large mammal carcasses provide a source of nutrients that can have a strong influence on soil and plant characteristics. These effects are of particular importance in nutrient-limited ecosystems, like tundra, where nutrient inputs can have long-lasting consequences. However, the research conducted in these systems has thus far been rather limited, rarely examining carcasses beyond five years of age.

For this study, I examined the influence of 16 muskox (Ovibos moschatus) carcasses (between 0 and 43 years old) on bioavailable soil nutrients and plant community composition in northeast Greenland and tested whether bioavailable soil nutrient content varies depending on the age of the carcass. I measured soil nutrient content and plant community composition at carcass sites and at control plots two meters away from the carcass.

Out of twelve soil nutrients analysed, six were significantly higher at carcass plots (N, K, P, Mn, Zn, and S). I also found that plant community composition was significantly different at carcass plots with a gradient towards control plots. Carcass plots were dominated by graminoids, and the abundance of lichens increased with greater distance from carcasses. Notably, I found that species richness was higher at control plots than at carcass plots, indicating a homogenizing effect of graminoids.

At the same time, however, I found no significant differences in the abundance of shrubs and mosses between plot types and, surprisingly, no effect of carcass age on bioavailable soil nutrients, indicating that nutrients remain in the soil for years, decades even. This study thus demonstrates that large mammal carcasses have a dramatic and long-lasting impact on soil nutrient content and plant community composition in the Arctic, contributing to landscape heterogeneity in such a nutrient-poor environment.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image