Búfé og stafræn tækni - Vinnustofa í DIGI-Rangeland verkefninu

Fer fram á Hvanneyri og Hesti mánudaginn 20. október 2025, klukkan 10.00

Verkefnið DIGI-Rangeland er evrópskt netverk um notkun stafrænnar tækni fyrir búfjárrækt sem byggir á úthagabeit. Undir slíka tækni falla meðal annars rafræn eyrnamerki, GPS-staðsetningarbúnaður, sýndargirðingar, drónar, raggangar og flokkunarhlið og búnaður til að stýra fóðrun. Markmið netverksins er að búa til tengslanet bænda og annarra landnotenda sem standa frammi fyrir fjölbreyttum áskorunum varðandi landnotkun, bæði heima í héraði og á lands- og Evrópuvísu. Þarfir fyrir tæknilausnir verða greindar, skoðað hvaða lausnir eru í boði og hvað hentar við mismunandi aðstæður.  Lögð er áhersla á að efla samstarf milli þeirra sem þróa lausnirnar og þeirra sem nýta þær. Í þessu netverki felast því margvísleg tækifæri fyrir íslenska bændur, ráðgjafa þeirra, annað vísindafólk og fleiri tengda aðila. Verkefnið hófst í ársbyrjun 2025 og stendur yfir í 4 ár. Landbúnaðarháskóli Íslands er meðal leiðandi aðila í verkefninu en alls taka 11 lönd þátt, dreifð víðsvegar um Evrópu innan og utan Evrópusambandsins.

Mánudaginn 20. október milli kl. 10 og 17 verður haldin vinnustofa í verkefninu í Ásgarði, aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri, sú fyrsta af fjórum árlegum vinnustofum í verkefninu hér innanlands. 

Dagskrá:

  • Kynning á verkefninu
  • Umræður um þarfir sem stafræna tæknin getur uppfyllt, væntingar fólks til hennar og helstu hindranir
  • Kynning á tiltækum eða væntanlegum lausnum
  • Vettvangsferð að fjárbúi LbhÍ að Hesti: aðstaða til fóðrunartilrauna sem byggir á stafrænni tækni skoðuð, og umræður um frekari möguleika á nýtingu stafrænnar tækni

Vinnustofan er opin bændum og búaliði, ráðunautum, dýralæknum, kennurum, rannsóknafólki, nemendum og öðrum sem hafa áhuga á efninu.. Boðið verður upp á hádegismat og kaffihressingu. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image