DIGI-Rangeland logo

DIGI-Rangeland

DIGI-Rangeland - skoðanakönnun

DIGI-Rangeland | Net fyrir stafrænar nýjungar og gagnatækni í búfjárræktarkerfum á beitilandi

DIGI-Rangeland netverkið miðlar þekkingu um notkun stafrænnar tækni í búfjárrækt með sauðfé, nautgripi, geitur og önnur jórturdýr. Þáttökulönd eru 11, dreifð um Evrópu, verkefnið stendur yfir í 4 ár (2025-2028). Í brennidepli eru þrjú meginsvið þar sem talið er að stafræna tæknin geti komið að gagni:

  • Fóðrun, meðferð og meðhöndlun gripa, almenn bústjórn og rekstur.
  • Til að stuðla að meiri sátt og samvinnu um landnýtingu ólíkra hagsmunaaðila.
  • Vegna vöruþróunar og markaðssetningar afurða og þjónustu þessara framleiðslukerfa.

Spurningakönnun hefur verið í gangi í öllum þátttökulöndunum frá því í október, ætluð þeim sem vinna í beinum tengslum við búskap sem byggir á úthagabeit. Tilgangurinn með könnuninni er að skilja betur áskoranir, þarfir, tækifæri og hindranir tengt notkun stafrænna tæknilausna í búfjárrækt með jórturdýr. Niðurstöðunum er ætlað að leggja grunn að betri lausnum, fræðslu og stefnumótun á þessu sviði.

Könnunin verður opin fram í byrjun febrúar og athygli bænda hefur verið vakin á henni með ýmsum hætti og svörun er þegar töluverð. Ætlunin er að ná líka til fólks í tengdum störfum, þar á meðal við kennslu og rannsóknir sem tengjast búfjárrækt með jórturdýr með einum eða öðrum hætti. 

Könnunin er:

  • Nafnlaus og öllum opin.
  • Tekur 15-25 mínútur að svara.
  • Mikilvæg undirstaða gagnasöfnunar í DIGI-Rangeland verkefninu – LbhÍ stýrir verkpakkanum sem hún heyrir undir.
  • Þannig sett upp að svara á miðað við afmarkað hlutverk.
  • Ef þú ert til dæmis bæði bóndi og rannsakandi/kennari, gætirðu svarað einu sinni sem bóndi og einu sinni sem rannsakandi/kennari. 

Til að svara könnuninni smellið á meðfylgjandi hlekk, eða notið QR-kóðann:

https://lbhi25.limesurvey.net/589661?lang=is

 

 

DIGI-Rangeland-QR

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image