Landbúnaðarháskóli Íslands

Dr. Björn Sigurbjörnsson 1931 - 2023

Dr. Björn Sigurbjörnsson fyrrum for­stjóri Rann­sókn­ar­stofn­un­ar land­búnaðar­ins (RALA) er látinn. Björn stýrði RALA frá 1974 og starfaði þar til 1983 við góðan orðstír. RALA var ein af þeim stofnunum sem varð að Landbúnaðarháskóla Íslands við sameiningu árið 2005.

Björn lauk bú­fræðiprófi frá Hvann­eyri 1952 og hóf sama ár nám við Manitobahá­skóla í Kan­ada. Hann lauk MS-prófi 1957 í frumu­erfðafræði, jarðrækt og bú­vís­ind­um. Þá nam Björn erfðafræði og jur­ta­kyn­bæt­ur við Cornell-há­skóla og lauk doktors­prófi þaðan 1960 og fjölluðu rann­sókn­ir hans um ís­lenska melgres­ið.

Frá 1960 starfaði Björn sem sér­fræðing­ur í jur­ta­kyn­bót­um við búnaðardeild At­vinnu­deild­ar Há­skóla Íslands til 1963. Þá var hon­um boðin staða í Vín­ar­borg hjá Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­inni (IAEA: In­ternati­onal Atomic Energy Agency) sem sér­fræðing­ur í notk­un geisla til að fram­kalla stökk­breyt­ing­ar til jur­ta­kyn­bóta. Björn var deild­ar­stjóri og síðar aðstoðarfor­stjóri hjá sam­eig­in­legri rann­sókn­ar­stofn­un Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (FAO) í Róm og Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IAEA) í Vín­ar­borg. Eftir störf Björns hjá RALA tók hann við for­stjóraembætti sam­eig­in­legr­ar deild­ar FAO/​IAEA.

Frá 1995 til 2000 var Björn ráðuneyt­is­stjóri í land­búnaðarráðuneyt­inu. Þar tók hann þátt í vís­inda- og stjórn­un­ar­starfi í þágu „Grænu bylt­ing­ar­inn­ar“ og voru þess­ar rann­sókn­ir hluti af verk­efni sem hjálpaði fá­tæk­ustu þjóðum heims að verða sjálf­bjarga með mat­væla­fram­leiðslu og nefnd­ist „Fæðum hungraðan heim“. Þar snéri eitt stærsta verk­efnið að jur­ta­kyn­bót­um á hrís­grjón­um og tókst að skeyta A-víta­míni í hrís­grjón og draga þannig úr tíðni blindu hjá börn­um. Björn var heiðurs­pró­fess­or við kín­versku og rúm­ensku land­búnaðaraka­demí­urn­ar ásamt því að hljóta ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1986 fyr­ir vís­inda­störf sín á alþjóðavett­vangi. 

Landbúnaðarháskóli Íslands þakkar Birni fyrir störf sín og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image