Dr. Isabel C. Barrio gengur til liðs við Arctic Science sem ritstjóri

Isabel hefur verið ráðin sem ein af ritstjórum tímaritsins og mun starfa samhliða Mark Mallory frá Acadia University í Kanada.

Arctic Science er ritrýnd vísindatímarit með opnum aðgangi sem birtir rannsóknir í náttúruvísindum sem tengjast norðurslóðum. Tímaritið er gefið út af Canadian Science Publishing, sem er sjálfseignarstofnun. Tíu árum eftir fyrstu útgáfu hefur Arctic Science fest sig í sessi sem eitt af viðmiðunartímaritum á sviði norðurslóðarannsókna.

„Ég hef birt og ritrýnt nokkrar greinar fyrir Arctic Science, og er nú mjög spennt að ganga til liðs við ritstjórn tímaritsins sem meðritstjóri (co-editor-in-chief). Í samstarfi við Mark Mallory frá Acadia University í Kanada munum við vinna að því að viðhalda hinu sterka orðspori tímaritsins innan rannsóknasamfélags norðurslóða. Ég er mjög ánægð með þetta tækifæri og vona að ég standi undir því,“ Segir Isabel.

Ráðning Isabelar mun styrkja enn frekar stöðu Arctic Science sem leiðandi vettvangur fyrir birtingu vísindarannsókna á norðurslóðum.

Við Óskum Isabel innilega til hamingju.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image