Vinnufundur U-green hópsins í Belgíu. Mynd Facebooksíða U-green

Efling grænna umskipta og sjálfbærra starfshátta í menntun og þjálfun

Landbúnaðarháskóli Íslands er þátttakandi í U-GREEN, sem er samstarfsverkefni 8 evrópskra háskóla sem sérhæfa sig á sviði landbúnaðar- og lífvísinda, og einnar rannsóknastofnunar. Verkefnið er fjármagnað af Evrópusambandinu og stendur yfir þar til ársins 2024. Markmiðið með samstarfi háskólanna er að efla grænu umskiptin og sjálfbæra starfshætti í menntun og þjálfun.

Grænu umskiptin krefjast þess að aukinn fjöldi fagfólks, fyrirtækja og stofnana vinni að kolefnishlutlausu og auðlindahagkvæmu hagkerfi. Þetta á ekki aðeins við hvað varðar græn störf og græna skipulagshætti, heldur á það einnig við um mennta- og háskólastofnanir. Sérfræðingar þeirra verða að þjálfa og styrkja næstu kynslóð evrópubúa og vinnuafls, búa til og deila þekkingu til samfélagsins til að leysa alþjóðleg umhverfis- og félagsleg vandamál ásamt því að innleiða græna og sjálfbæra starfshætti. Mennta- og háskólastofnanir verða að leiða græna umskiptin og vera fyrirmynd annarra í samfélaginu á þeirri vegferð.

U-GREEN snýst því um að þróa og innleiðinga sameiginlegan ramma til að meta og uppfæra græna og sjálfbæra starfshætti, og á sama tíma byggja upp getu sérfræðinga til að ná tökum á grænu umskiptunum og stuðla að miðlun þekkingar í gegnum þekkingarmiðstöð sem sett verður á laggirnar á netinu.

LBHÍ átti fulltrúa á fundi verkefnisins í Liége í Belgíu í desember síðastliðnum þar sem mikil hópavinna fór fram við að undirbúa sameiginlega rammann sem mun liggja til grundvallar við miðlun þekkingar á grænum starfsháttum. Helstu þemu sem verkefnið leggur áherslu á eru innan innviða og auðlindanýtingar, stjórnsýslu, fræðslu, miðlun og samfélagsþátttöku. Þar gat LbhÍ meðal annars miðlað sinni reynslu af Grænu skrefunum, sem Umhverfisstofnun hefur umsjón með, og snýst um að fá stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í sinni starfssemi.

Fulltrúi LBHÍ í verkefninu er Jóhanna Gísladóttir umhverfisstjóri

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image