Endurmenntun: Hundahlýðni- og hundaþjálfunarnámskeið í febrúar

Meghan Oesch viðurkenndur atvinnuhundaþjálfari frá Kanada kemur til landsins í febrúar til að kenna á nokkrum námskeiðum og halda fyrirlestra á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ). Meghan aðlaðar þjálfunaraðferðir að þörfum hvers hunds og lítur svo á að engin ein aðferð virkar á alla hunda þvar sem þeir eru eins ólíkir eins og þeir eru margir.

Meghan hefur starfað sem hundaþjálfari í rúman áratug og hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna. Fyrsta áratuginn sem þjálfari vann hún með gæludýrahundum í að bæta hlýðni, keppa í hundasportum og taka á hegðunarvandamálum hunda með hundaeigendum en síðustu ár hefur hún fært sig yfir í að þjálfa lögregluhunda. Þessu til viðbótar tekur hún þátt í hlýðniprófum, er dómari í rallý hlýðni fyrir kanadíska Kennelklúbbinn og hefur náð stórkostlegum árangri í þjálfun verndarhunda/shutzhund (protection dogs) og „dock diving“. 

Námskeiðin sem eru í boði eru eftirfarandi:

- Nosework þjálfun: Tvö námskeið í boði 15. og 17. febrúar. Plássum fer fækkandi.
- Þjálfun fyrir reaktíva hunda: Þrjú námskeið í boði 17., 18., 20., og 23. febrúar. Uppselt en hægt að skrá sig á biðlista með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Rallý hlýðniþjálfun: Tvö námskeið í boði 18. febrúar. Aðeins 3 pláss laus. 
- Hlýðniþjálfun: 4 námskeið í boði 23.-25. febrúar. Uppselt er á tvö fyrstu námskeiðin og plássum fer fækkandi.
 
Aðeins fjórir komast á á hvert námskeið sem er bæði verkleg þjálfun og fyrirlestrar.
 
Meghan verður einnig með fyrirlestra um þjálfun hunda varðandi nosework þjálfun hunda, þjálfun reaktívra hunda og hlýðniþjálfun hunda. Fyrirlestrana er hægt að sækja í gegnum Teams eða á námskeiðsstað. Hver fyrirlestur er 3 klukkustundir að lengd og verð 5.000 kr. 
 
Skráning og allar nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LBHÍ https://endurmenntun.lbhi.is/naestu-namskeid/
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image