Eru evrópskir háskólar í fararbroddi? - ávinningur af þátttöku íslenskra háskóla í evrópskum háskólanetum

Málþing, 14. október kl. 13.00 í Norræna húsinu, um ávinning og áskoranir háskólanetanna fyrir nemendur, starfsfólk, stöðu háskólanna og samfélagið. 

Innan Evrópu er nú lögð rík áhersla á dýpra samstarf háskóla en áður hefur þekkst með fjármögnun evrópskra háskólaneta. Netin eiga að styðja við nýsköpun í kennslu og rannsóknum til að mæta örum samfélagsbreytingum og fjölþættum áskorunum nútímans. Háskólum í netum er þannig ætlað að ýta undir bæði sjálfbæra þróun til framtíðar og samkeppnishæfni Evrópu.

Hvernig er hægt að tryggja að háskólar standi við þessi áform? Hvað gengur vel og hvað mætti betur fara í starfi íslenskra háskóla í netum og í samstarfi þeirra við ýmsa aðila í samfélaginu?

Fjórir íslenskir háskólar eru hver um sig í einu af 65 háskólanetum í Evrópu. Háskólarnir boða til málþings um ávinning og áskoranir háskólanetanna fyrir nemendur, starfsfólk, stöðu háskólanna og samfélagið. Málþingið er haldið í samstarfi við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið.

Skráning á málþing

Dagskrá:

Kl. 12.30 Húsið opnar – léttur hádegisverður í boði

Kl. 13.00-14.30:

  • Ávarp menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra – Logi Einarsson
  • Ávarp sendiherra ESB á Íslandi – Clara Ganslandt

Pallborð: Ávinningur og áskoranir íslenskra háskóla í evrópskum háskólanetum

  • Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst
  • Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík
  • Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Ávarp: Þátttaka stúdenta í evrópskum háskólanetum

  • Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta

Pallborð: Nýsköpun evrópskra háskólaneta fyrir þróun náms, vísinda og atvinnutækifæra

  • Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, aðstoðarrektor náms, nemenda og sjálfbærni HR
  • Einar Hreinsson, gæðastjóri Háskólans á Bifröst
  • Jón Grétar Sigurjónsson, kennslustjóri LbhÍ
  • Magnús Þór Torfason – sviðsforseti félagsvísindasviðs HÍ
  • Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups

Vinsamlega skráið þátttöku með því að fylla út skráningarformið. Athugið að viðburðurinn fer fram á íslensku. 

Facebook viðburður

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image