Fjárhundanámskeið með hinum farsæla fjárhirði Andy Carnegie

Í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands heldur Endurmenntun LbhÍ þrjú fjárhundanámskeið í hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 7.-13. mars. Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem Andy Carnegie frá Skotlandi er leiðbeinandi. Andy er farsæll fjárhirðir með yfir 40 ára reynslu af smalamennsku í skosku hálöndunum. Hann hefur komist 9 sinnum í skoska landsliðið, tekið þátt í heimsálfumótum í smalamennsku, dæmt á landsmótum innanlands og erlendis og var skoskur meistari árið 2007. Hægt er að sitja námskeiðið með eða án hunda og er skráning í fullum gangi á vef Endurmenntunar LbhÍ. Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 12 nemendur, 8 með hunda og 4 án hunda.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image