Framkvæmdastýra eyðimerkusamnings Sameinuðu þjóðanna heimsækir Landgræðsluskóla HSþ

Framkvæmdastýra Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna (UNCCD), Monique Barbut, var á Íslandi í síðustu viku í boði utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ), Landgræðslu ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðila.

Eyðimerkursamningurinn er einn þriggja umhverfissamninga sem urðu til á ríkjaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992.  Markmið samningsins er að vinna gegn landeyðingu og myndun eyðimarka en landeyðing er veruleg ógn við framtíð okkar t.d. vegna áhrifa á matvælaframleiðslu í heiminum, vatnsmiðlun og vatnsgæði, og líffræðilegan fjölbreytileika.

Á fyrsta degi heimsóknar Monique Barbut var farið í skoðunarferð um Suðurland þar sem hún kynnti sér hvernig landeyðing getur leitt til eyðimerkurmyndunar þrátt fyrir úrkomuríkt loftslag líkt og á Íslandi. Einnig kynnti hún sér sögu landgræðslu á Íslandi í Sagnagarði Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Megináhersla eyðimerkursamningsins hingað til hefur verið á þurr svæði heimsins en Monique Barbut vill auka áherslu á önnur svæði þar sem landeyðing er ekki síður alvarleg en á þurrum svæðum.

Síðar heimsótti Barbut Landgræðsluskóla HSþ og átti fund með nemendum skólans, starfsmönnum og fagráði. Var það mikill hvalreki fyrir skólann að fá slíkan gest á fund þar sem skólinn vinnur að sömu markmiðum og UNCCD, þ.e. að vinna gegn landeyðingu og eyðimerkurmyndun. Þess utan hélt Monique Barbut opinn fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands undir yfirskriftinni A Secure Future – powered by the land  sem var afar vel sóttur fundur. Erindið sem hún flutti þar má finna hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image