Framtíðarskipulag í Þorlákshöfn - Sýning á lokaverkefni námskeiðsins: Skipulagsgerð í þéttbýli

Nemendur í skipulagsfræði bjóða til sýningar á lokaverkefni námskeiðsins, Skipulagsgerð í þéttbýli í Landbúnaðar-háskóla Íslands, Árleyni 22, Keldnaholti, Reykjavík föstudaginn 21.nóv. kl. 16:00 – 18:00.

Nemendur hafa unnið með bæjarstæði Þolákshafnar, séreinkenni þess og samfélag við mótun gefandi umhverfis og skipulags fyrir framtíðaruppbyggingu bæjarfélagsins. Að lokinni yfirgripsmikilli greiningu staðhátta fengu nemendur frelsi til að móta sína skipulagsgerð að þeim áherslum og þörfum bæjarins sem höfðuðu mest til þeirra og að þeirra mati er aðkallandi að vekja athygli á. Afraksturinn eru sex ólík viðfangsefni sem myndgerast hvert í sinni skipulags-gerð. Þau hafa mismunandi snertifleti við skipulagslegar áherslur þéttbýlis Þorlákshafnar sem stendur frammi fyrir miklum þróunarmöguleikum og um leið stórum áskorunum.

Nánari upplýsingar um MS nám í Skipulagsfræði má nálgast á heimasíðu LBHÍ.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image