Jóna Guðrún Kristinsdóttir BS í landslagsarkitektúr frá LBHÍ fær Framúrskarandi nemendaverðlaun frá ECLAS

Jóna Guðrún Kristinsdóttir tekur við Framúrskarandi nemendaverðlaunum frá ECLAS. Ljósmynd aðsend.

Framúrskarandi nemendaverðlaun frá ECLAS

Þriðjudaginn 12. september 2023 lauk þriggja daga vinnufundum og ráðstefnu hjá ECLAS við Mendel háskólann við Brno í Tékklandi, en það eru samtök háskóla í Evrópu sem kenna landslagsarkitektúr og standa vörð um góða menntu í faginu. LBHÍ og námsbrautin okkar hefur verið aðili að ECLAS í 20 ár og sent reglulega fulltrúa á fundina. Að þessu sinni var fundurinn sérstakur og frábær viðurkenning á því að námið okkar við LBHÍ býður nemendum okkar góða menntun og undirbúning fyrir frekara nám.

 

Á verðlaunaafhendingu í Lednice kastalanum í Tékklandi hlaut Jóna Guðrún Kristinsdóttir framúrskarandi nemenda verðlaun frá ECLAS í bakkalár námi / 1st Cycle Outstanding Student Award og er það í fyrsta skipti sem útskrifaður nemandi af námsbraut í landslagsarkitektúr við LBHÍ hlýtur þessa viðurkenningu.

 

Jóna Guðrún Kristinsdóttir í miðið að lokinni afhendingu. Hermann Gunnlaugsson brautarsjóri t.h. og Samaneh Nickayin fyrrum brautarstjóri t.v. Ljósmynd aðsend.

 

Í þakkarorðum Jónu komu fram innilegar þakkir til Landbúnaðarháskólans og allra kennara við brautina, sérstakar þakkir fengu samnemendur fyrir góða vináttu og öflugt samstarf í gegnum námið.

Að lokum þakkaði hún ECLAS kærlega fyrir viðurkenninguna sem er henni hvatning til að leggja sitt af mörkum í betrumbótum á því umhverfi sem við sköpum.

Jóna Guðrún ásamt fjölskyldu sinni í Brno þar sem afhending fór fram Ljósmynd aðsend.  

 

Við sendum Jónu og fjölskyldu hennar innilegar hamingjuóskir með verðlaunin og óskum henni velgengni í framtíðinni.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image