Fundur norrænna og baltneskra rektora í Tallinn

Dagana 29.–30. september sl. komu saman rektorar háskóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum til árlegs samstarfsfundar sem að þessu sinni var haldinn í Tallinn, Eistlandi.

Allir sjö rektorar íslensku háskólanna mættu á fundinn þar sem fjallað var um helstu áskoranir í háskólastarfi, tækifæri til aukins samstarfs og hlutverk háskóla í samfélags- og nýsköpunarþróun. Samtalið hefur verið afar mikilvægt og skapað sterk tengsl á milli landanna og góðan grundvöll fyrir áframhaldandi samstarf í kennslu, rannsóknum og stefnumótun.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image